Spurningar & Svör
Svör við flestum þeim spurningum sem upp hafa komið við notkun rafrænna skilríkja.
Eftir að Motorola Edge 20 farsímar uppfæra sig í Android 12 hættir SIM tool kit að virka.
Það hefur þau áhrif að rafræn skilríki virka ekki í þeim eftir þessa uppfærslu.
Motorola veit af vandamálinu og lofar nýrri uppfærslu fljótlega, ekki búnir að lofa neinni dagsetningu þó.
Sjá nánar hér:
https://forums.lenovo.com/t5/motorola-edge-20/SIM-Toolkit-doesn-t-work-after-update-to-Android-12/m-p/5141494
Ég slæ inn símanúmer á vefsíðu en það kemur aldrei valmyndin til að slá inn PIN númer. Hvað er til ráða?
Það gerist stundum að skilríkjavirknin í Android símum frjósi. Til að koma henni í gang má reyna eftirfarandi:
- Slökktu á símanum.
- Taktu SIM kortið úr símanum og settu það aftur í hann.
- Kveiktu á símanum.
- Hringja úr honum eða í hann eitt símtal.
- Bíða í lágmark 1 mínútu (mjög mikilvægt).
- Reyna aftur að nota skilríkin.
Ástæðan fyrir því að hringja eitt símtal og bíða í eina mínútu er til að tryggja að síminn sé örugglega skráður inn á farsímanetið.
Rafræn skilríki á farsíma hafa 5 ára gildistíma. Öllum notandum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og þeim bent að fara á næstu skráningastöð til að sækja um ný skilríki. Í þeim tilvikum þar sem skilríkjahafar eiga ekki kost á að mæta á skráningastöð eru mögulegar lausnir þar til viðkomandi kemst á skráningastöð Símaskilríki að renna út.
Ef skipt er um símafélag eða SIM kort á sama símanúmer og það sem inniheldur rafræn skilríki, eyðast þau sjálfkrafa. Skilríkin eru vistuð í mjög öruggri geymslu á SIM kortinu og ef skipt er um SIM kort á sama símanúmeri er skilríkjunum sjálfkrafa eytt. Notandi þarf þá að fara aftur á skráningarstöð með ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini og fá ný skilríki virkjuð.
Rafræn skilríki í farsímum virka bara með íslenskum farsímanúmerum. Það fer svo eftir því hvaða símafélagi þú ert hjá og hvernig reikisamninga þeir eru með í viðkomandi landi hvort skilríkin virka þar. Ef venjuleg SMS skeyti eru að virka ættu rafrænu skilríkin að virka líka. Reynslan er sú að rafrænu skilríkin eru að virka í langflestum löndum.
Nei, aðeins er hægt að fá íslensku rafrænu skilríkin á íslensk farsímanúmer.
Á vefnum netoryggi.is á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar eru góð ráð um hvernig best er að vernda farsímann sinn.
Já, skilríkin er hægt að fá á nær allar tegundir farsíma. Síminn þarf ekki að vera snjallsími og síminn þarf ekki að geta vafrað á netinu. Rafrænu skilríkin eru sett á SIM kort farsímans og nota svokölluð kerfis SMS skilaboð. Þó svo síminn sé með lítinn einnar línu skjá og geti ekki vafrað á netinu getur hann virkað vel fyrir rafræn skilríki.
Tvær leiðir eru í boði:
1. Ef þú ert nú þegar með rafræn skilríki á farsíma þá getur þú afgreitt þig sjálf(ur) á vef okkar hér.2. Þú getur farið til skráningarfulltrúa Auðkennis með ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini og hann aðstoðar þig við að setja skilríkin í símann. Sjá afgreiðslustaði og afgreiðslutíma Auðkennis hér.
Fyrst þarft þú að viss um að þú sért með SIM kort í farsímanum sem styður rafræn skilríki.
Það getur þú gert hér: Kanna SIM kortið mitt.
Ef þú ert með hæft SIM kort þá ferðu á næstu skráningarstöð og hefur með þér löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini og lætur skráningarfulltrúa virkja skilríkin.
Sjá lista yfir allar skráningarstöðvar.
Ekki er hægt að virkja skilríkin á farsíma í sjálfsafgreiðslu á vefsíðum Auðkennis nema þú sért þegar með rafræn skilríki frá Auðkenni á öðru SIM-korti. Ef þú ert með rafræn skilríki getur þú virkjað skilríkin í farsímanum í sjálfsafgreiðslu á vef okkar hér:
Já, það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur haft mörg skilríki en þú getur þó aðeins haft eitt sett af þeim á hverju SIM-korti eins og er.
Ef PIN gleymist eða er slegið inn rangt oftar en fjóru sinnum þarf að fara á eina af skráningarstöðvum Auðkennis með gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini og fá ný rafræn skilríki hjá skráningarfulltrúa.
Ef rangt PIN númer er slegið inn oftar en fjóru sinnum þá læsist PIN númerið og í sumum tilfellum afturkallast skilríkin. Ef PIN læsist eru skilríkin ónýt. Til að fá ný þarf að fara á skráningastöð með ökuskírteini, vegabréf eða íslenskt nafnskírteini til vottunar. Skráningastövar eru í öllum bankaútibúum og mörgum símabúðum.
Nova, Síminn, Vodafone, Hringdu og Hringiðan bjóða viðskiptavinum sínum upp á SIM-kort sem styðja rafræn skilríki í dag.
Nei, þetta eru ný skilríki. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur haft mörg skilríki í einu á símum eða Auðkenniskortum.
Það er afar einfalt að nota rafræn skilríki á farsíma. Hafðu símann við höndina tilbúinn og ólæstan. Hér eru leiðbeiningar um innskráningu á vef Heilsuveru:
- Á vefnum heilsuvera.is er Heilbrigðisgáttin þín undir fyrirsögninni Mínar síður. Þar velur þú hnappinn Innskráning.
- Í innskráningarglugga slærð þú símanúmerið þitt inn og velur Innskrá, en þá hefst ferli á farsímanum.
- Á farsímanum koma upp skilaboð um innskráningu. Þar velur þú OK eða Accept.
- Að lokum slærð þú PIN númerið þitt inn í farsímann og velur OK eða Send.
- Að þessu loknu ætti að opnast fyrir þínar síður í Heilsuveru.
- Sjá nánar
Hér eru 3 möguleikar:
1. Hafðu samband við þitt símafélag og fáðu þá til að loka SIM-kortinu í símanum en þá afturkallast skilríkin sjálfkrafa og verða ónothæf.
2. Hafðu samband við Auðkenni og við lokum skilríkinu fyrir þig.
3. Ef þú átt önnur rafræn skilríki getur þú skráð þig inn með þeim og afturkallað skilríkin sjálf(ur).
Já, skilríkin á SIM-kortunum hafa engin áhrif á skilríkin á Auðkenniskortum.
Það er ekki alveg víst að þú þurfir að skipta um SIM-kort. Á þessari prófunarsíðu getur þú kannað hvort þitt SIM-kort sé hæft fyrir rafræn skilríki. Ef setja á rafræn skilríki á SIM-kort þarf það að uppfylla ákveðnar kröfur sem eldri SIM-kort gera ekki.
Við bjóðum sérstaka prófunarsíðu fyrir þig, þar getur þú prófað skilríkin þín.
Á þessari prófunarsíðu getur þú kannað hvort þitt SIM-kort sé hæft fyrir rafræn skilríki.
Já, allir íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir bjóða upp á rafræna innskráningu í netbanka.
Nei, þetta PIN-númer er alveg sjálfstætt og óháð öðrum PIN-númerum. Gættu þess að PIN-númerið er lykilatriði í öryggi skilríkjanna. Því skaltu ekki nota númer sem er öllum aðgengilegt og tengist persónu þinni, s.s. hluta úr kennitölu eða símanúmers.
Á flestum farsímum öðrum en iPhone er farið í VIT-valmyndina (heitir stundum SIM Toolkit) og þar undir er Auðkenni og undir því er Breyta PIN möguleiki.
Í iPhone er farið í Settings og svo í Mobile Data og þar neðst er SIM Application. Þar inni er Auðkenni og undir því er Breyta PIN möguleiki. Sjá nánari leiðbeiningar hér
Rafræn skilríki í farsíma eru afskaplega einföld og þægileg í notkun.
1. Þú slærð inn símanúmer þitt í þar til gerðan reit á vefsvæði þjónustuveitanda
2. Upp kemur í símann valmynd sem biður þig um að staðfesta auðkenningu eða undirritun. Samþykktu til að halda áfram í næsta skref.
3. Upp kemur í símann gluggi til að slá inn PIN. Sláðu inn PIN og veldu að samþykkja.
4. Auðkenning eða undirritun fer fram!
Gætið þess að samþykkja aldrei beiðni um auðkenningu eða undirritun né slá inn PIN nema þegar verið er að nota skilríkin.
Já, næstum því, það eru aðeins nokkrar tegundir sem styðja ekki skilríkin. Sjá lista.
Já, ef þú ert nú þegar með rafræn skilríki á SIM korti í farsíma (sem voru virkjuð á skráningastöð) getur þú farið á mitt.audkenni.is og búið til ný skilríki á annað símanúmer sem hefur ekki rafræn skilríki. Þú getur ekki búið til ný skilríki á sama símanúmer og þú skráðir þig inn með.
Besta leiðin til að sjá hvort að þú ert með nýju eða gömlu týpuna af korti er að kíkja aftan á kortið sjálft. Ef persónuupplýsingar eru prentaðar aftan á kortið, er það gamla týpan og þá velurðu innskráningu með gamla kortinu. Ef engar persónuupplýsingar er að sjá aftan á kortinu ertu með nýju týpuna af kortinu.
Nexus Personal hugbúnaðurinn er notaður fyrir innskráningu með gömlu kortunum – sem voru gefin út fyrir 15. september 2022. SmartID er notaður fyrir innskráningu með nýrri kortum sem gefin voru út eftir þann tíma.
Besta leiðin til að sjá hvort að þú ert með nýju eða gömlu týpuna af korti er að kíkja aftan á kortið sjálft. Ef persónuupplýsingar eru prentaðar aftan á kortið, er það gamla týpan og þá velurðu innskráningu með gamla kortinu. Ef engar persónuupplýsingar er að sjá aftan á kortinu ertu með nýju týpuna af kortinu.
Einstaklingar geta keypt einkaskilríki sem eru kjörin fyrir öruggari innskráningar á vefsvæði og til undirritunar rafrænna skjala.
Skilríkin eru gefin út á einstaklinga og á þeim er kennitala og nafn skilríkjahafans.
Þú sækir um einkaskilríki á vefsíðu Auðkennis hér:
Ef þú átt önnur rafræn skilríki getur þú skráð þig inn á mitt.audkenni.is og afturkallað skilríkin þar. Ef þú átt ekki önnur rafræn skilriki getur þú hafðu þá samband við Auðkenni í síma 530-0000 eða farið á næstu skráningastöð svo hægt sé að afturkalla skilríkin.
Nexus Personal hugbúnaðinn geturðu nálgast á vefsíðunni hjá okkur ásamt leiðbeiningum um hvernig þú setur hann upp.
Á kortinu eru tvö rafræn skilríki.
Auðkenningarskilríki - 4 stafa PIN.
Undirritunarskilríki - 6 stafa PIN.
Til þess að nota rafrænu skilríkin þarftu að hafa aðgang að tölvu, kortalesara og sérstökum hugbúnaði fyrir skilríkin.
- Kortalesarann færðu á næsta afgreiðslustað rafrænna skilríkja
- Hugbúnaðinn fyrir gömlu kortin (fyrir 15.09.2022) sækirðu hér
- Hugbúnaðinn fyrir nýrri kortin (eftir 15.09.2022) sækirður hér
Athugaðu að þegar skilríkin eru notuð í fyrsta sinn mun tölvan biðja um heimild til þess að setja inn skilríkjakeðju Íslandsrótar sem er að finna á kortinu. Þessari spurningu þarf að svara játandi og mun skilríkjakeðjan þá verða sett upp á vélinni.
Þú getur prófað virkni Nexus hugbúnaðarins og kortalesarans með því að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Fullvissaðu þig um að kortalesarinn sé tengdur við tölvuna.
- Stingdu kortinu með rafrænu skilríkjunum í lesarann.
- Nexus táknið á stjórnstiku "snýst" á meðan kortið er lesið. Athugið, þetta getur tekið smá stund í fyrsta sinn.
- Ef þú opnar Personal forritið, ætti að standa í hvíta glugganum ,,Fullgilt Auðkenni".
- Prófaðu nú að nota kortið á vefsíðu. (ATH. að PIN til auðkenningar er 4 tölustafir)
- Gættu að því að í fyrsta skipti sem þú reynir að nota skilríkin á vefsíðu í vafra mun koma upp beiðni um að heimila Nexus Personal Plugout sem þú verður að samþykkja. Þá geturðu endurhlaðið síðunni og allt ætti að virka.
Oftast dugir að slökkva og kveikja á Nexus Personal forritinu.
- Hægri smelltu á Nexus Personal táknmyndina (rauður hringur með hvítum karli) sem þú finnur á botnstikunni (task bar) í horninu niðri til hægri.
- Veldu Hætta. Þá slökknar á forritinu og
táknmyndin hverfur.
- Til að ræsa forritið aftur í Windows 7 eða eldri stýrikerfum, ferð þú í Start (neðst til vinstri) og svo í All Programs og finnur þar Personal möppuna og smellir á hana og smellir svo á Personal táknið.
- Til að ræsa forritið aftur í Windows 8 eða nýrri stýrikerfum, smellir þú á Windows hnappinn, skrifar Personal og smellir á Personal táknið.
- Þá keyrir forritið sig
upp og táknmyndin á að birtast aftur á botnstikunni niðri í hægra horninu.
Ef rangt PIN númer er slegið inn oftar en 4x eyðileggjast skilríkin.
Þá þarf að sækja um að fá nýtt kort með nýjum skilríkjum.
PUK-númer voru notuð í virkjunarferlinu á eldri gerðum korta sem hýstu rafræn skilríki.
Notkun þeirra korta var hætt 15.09.2022.
PUK númer eru ekki notuð lengur.
Til þess að athuga hvort þú sért með skilríki í farsímanum þínum fylgirðu leiðbeiningum á prófunarsíðunni okkar fyrir skilríki í farsímum.
Til þess að athuga hvort þú sért með virk skilríki á Auðkenniskortinu þínu, þarftu að hafa aðgang að kortalesara ásamt því að setja upp Nexus Personal hugbúnað í tölvuna. Þú getur gengið úr skugga um hvort kortið sé útrunnið með að lesa gildisdagsetningu á kortinu sjálfu. Leiðbeiningar fyrir skilríki á kortum.
Það eru ekki rafræn skilríki á öllum útgefnum debetkortum. Ef þú vilt vita hvort það eru rafræn skilríki á debetkortinu þínu borgar sig að hafa samband við þinn viðskiptabanka eða sparisjóð.
Til að geta notað rafræn skilríki á Auðkenniskortum þarf lítið tæki sem nefnt er kortalesari en hann les kortið og tengir það við tölvuna.
Auðkenni er ekki heimilt að framleiða rafræn skilríki nema tilvonandi skilríkjahafi geti notað þau einn og óstuddur. Þessi regla er ófrávíkjanleg en samkvæmt 7. gr. a laga nr. 85/2018, er hægt að sækja um beiðni um aðlögun.
Þá áttu ekki möguleika á að fá rafræn skilríki á SIM-kort og verður að hafa samband við þá þjónustuaðila sem þú ert í viðskiptum við til að leita annarra leiða. Þú gætir hins vegar fengið rafræn skilríki í Auðkennisappið, smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Nei, allir sem ætla að fá virkjuð rafræn skilríki þurfa að mæta í eigin persónu á skráningarstöð á Íslandi.
Ein af aðal öryggiskröfunum í virkjanaferli fullgildra rafrænna skilríkja er að viðkomandi mæti í eigin persónu á skráningarstöð og framvísi þar gildu vegabréfi, ökuskírteini með skýrri mynd eða nafnskírteini til vottunar. Þar sem engar skráningarstöðvar fyrir þessi skilríki eru staðsettar erlendis er eina leiðin til að fá rafræn skilríki virkjuð að koma á skráningarstöð á Íslandi.
Fullgild rafræn skilríki munu verða grundvöllur öruggari rafrænna samskipta við hið opinbera, fjármálastofnanir og fyrirtæki. Viljir þú eiga rafræn samskipti við þessa aðila í framtíðinni þá þarftu að hafa slík skilríki til að auðkenna þig á öruggan hátt og einnig til að geta framkvæmt rafrænar undirritanir. Rafrænar undirritanir með fullgildum rafrænum skilríkjum eru að lögum jafngildar undirritun með penna.
Rafræn skilríki byggja á öruggustu tækni sem völ er á í dag og geyma þínar upplýsingar í mjög öruggum dulritunarbúnaði á örgjörvanum sem er á SIM- eða örgjörvakortinu þínu. Dulritunarbúnaðurinn er vottaður fyrir örugga varðveislu, upplýsingarnar fara aldrei af örgjörvanum og aðgangsorðið (PIN númerið) er ekki geymt hjá þjónustuaðilum.
Vandaðu þig þegar þú velur PIN númer.
Nei, stafrænt ökuskírteini dugar ekki sem vottunargagn þegar óskað er eftir rafrænum skilríkjum. Öryggi stafrænu ökuskírteinanna er mjög gott ef strikamerkið er skannað og því flett upp í gagnagrunnum lögreglunnar. Þann aðgang hefur aðeins lögreglan. Án þessa aðgangs uppfylla skilríkin ekki öryggiskröfur.