Innskráningargluggi fyrir kort

Leiðbeiningar fyrir notendur korta innskráningaglugga Auðkennis

Ýmsir þjónustuveitendur nýta sér innskráningarglugga Auðkennis.
Hann getur litið misjafnlega út en virknin á bak við hann liggur hjá Auðkenni.

Ef innskráningarglugginn er aðeins fyrir rafræn skilríki á kortum er virkning eftirfarandi:

Notandi smellir á innskráningarhlekk á síðu þjónustuveitanda og þá opnast innskráningargluggi Auðkennis.

Innskráning2kort

Nýlega tók Auðkenni í notkun nýja tegund korta og nú þurfa notendur að segja kerfinu hvort þeir eru að fara nota eldri eða nýrri gerðina af þeim. Eldri kortin munu virka þar til þau renna út en það getur tekið allt að fjórum árum, fer eftir gildistíma skilríkjanna á þeim.

Ef þú sóttir um skilríkin á kortinu eftir miðjan september 2022 ertu með nýrri gerð af korti.
Gömlu kortin eru með nafn skilríkjahafa og gildistíma prentað aftan á kortinu.
Einnig er önnur áferð á eldri kortunum, þau eru sanseruð meðan nýju kortin eru hvít.

Oll_Kortin2


Ef þú er með eldri gerð og valdir "Eldri kort" hnappinn færð þú upp Nexus Personal gluggan sem hefur verið óbreyttur í ansi mörg ár og flestir þekkja.

Ef þú er með nýrri gerðina af korti og valdir "Ný kort" færð þú upp Smart ID gluggann.

SmartID_1


Þú velur skilríkið sem þú vilt nota (geta birst fleiri en eitt) með því að smella á það og smella svo á Accept hnappinn.

Þá birtist nýr gluggi þar sem þú ert beðin að slá inn PIN númer skilríkjanna og smellir svo á OK.

SmartID_2


Í innskráningu með Auðkenningarskilríkjum er PIN alltaf 4 tölustafir.
Ef rangt PIN er slegið inn oftar en fjóru sinnum læsast skilríkin af öryggisástæðum.

Upplýsingar um hugbúnað sem þarf með nýju kortunum má finna hér:
Uppsetning á Smart ID