Þegar þú notar rafræn skilríki á kortaformi þarftu kortalesara og Nexus Personal hugbúnaðinn sem saman lesa rafrænu skilríkin á kortinu.
Sumar tölvur eru með innbyggða kortalesara, en annars er hægt að fá utanáliggjandi kortalesara sem tengjast í USB tengilinn á tölvunni. Flest útibú banka og sparisjóða sem og skráningarstöð Auðkennis í Borgartúni 31 hafa slíka kortalesara til sölu.
Nexus Personal hugbúnaðurinn er gjaldfrjáls. Mismunandi útgáfa er fyrir Windows, Mac og Linux og í valmyndinni eru hlekkir í viðeigandi útgáfur.
Hægt er að sækja sérstakt greiningatól frá Auðkenni GRETA og setja upp á tölvunni til að hjálpa til við að greina vandamál. Sækja GRETA greiningatól Auðkennis.
Tæknileg aðstoð á uppsetningu búnaðar fyrir rafræn skilríki á tölvu er í síma 530-0000 alla virka daga frá klukkan 8:00 til 17:00.
Ekkert gjald er tekið fyrir tækniaðstoð í síma en miðað er við að símtöl taki ekki lengri tíma en 10 mínútur.