Skilríki í farsíma

HVAÐ ERU RAFRÆN SKILRÍKI Í FARSÍMA / HVERNIG VIRKA ÞAU?

Skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér PIN-númer til þess að beita þeim. Skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður, engin öpp. Farsíminn þinn er því það eina sem þú þarft.

HVERNIG NOTA ÉG RAFRÆN SKILRÍKI Í FARSÍMA?

Þú ferð einfaldlega inn á vefsvæði þjónustuaðila, velur að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum á farsíma og slærð inn farsímanúmer þitt. Þá birtist sjálfkrafa skjámynd á farsímanum þínum þar sem þú slærð inn það PIN-númer sem þú valdir þér þegar skilríkin voru virkjuð og þú ert komin/n inn. Ef rangt PIN-númer er slegið inn oftar en fjórum sinnum læsast skilríkin og í sumum tilfellum afturkallast þau. Í báðum tilfellum eru skilríkin ónothæf og þarf að fara á skráningastöð til að fá ný rafræn skilríki virkjuð í símann.

HVAR FÆ ÉG RAFRÆN SKILRÍKI Í SÍMA / HVERNIG FÆ ÉG SKILRÍKIN Í SÍMANN MINN?

Einfaldasta leiðin til þess að nálgast upplýsingar um hvernig þú færð skilríkin í símann þinn er að slá inn símanúmerið þitt hér á vefnum

Fleiri svör geturðu fundið í spurningum og svörum.

HVERSU LENGI ENDAST RAFRÆNU SKILRÍKIN Í FARSÍMUM?

Rafræn skilríki á farsíma hafa 5 ára gildistíma. Öllum notandum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og þeim bent að fara á næstu skráningastöð til að sækja um ný skilríki. Í þeim tilvikum þar sem skilríkjahafar eiga ekki kost á að mæta á skráningastöð eru mögulegar lausnir þar til viðkomandi kemst á skráningastöð Símaskilríki að renna út.

GET ÉG EINHVERSTAÐAR SÉÐ YFIRLIT YFIR NOTKUN SKILRÍKJANNA?

Á mitt.audkenni.is getur þú séð alla notkun rafrænu skilríkjanna síðustu 3 mánuði og einnig hvenær skilríkin renna út.