Fáðu rafræn skilríki í símann þinn

HVAR GET ÉG NOTAÐ RAFRÆN SKILRÍKI

Smelltu hér
thjonustuveitendur_skjair2.png

Helstu spurningar

Eru rafrænu skilríkin í síma þau sömu og eru á debetkortinu mínu

Nei, þetta eru ný skilríki. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur haft mörg skilríki í einu í notkun.

Get ég gert þetta sjálf(ur) eða þarf ég að fara á staðinn?

Já, ef þú ert nú þegar með rafræn skilríki á korti eða á farsíma geturðu farið sjálf(ur) í gegnum umsóknarferlið hér á vef Auðkennis.

Hvað geri ég ef ég gleymi PIN-númerinu mínu fyrir farsímann?

Ef PIN gleymist þar að fara á eina af skráningarstöðvum Auðkennis með löggild skilríki meðferðis og fá ný skilríki hjá skráningarfulltrúa. 

Hvað eru einkaskilríki?

Einkaskilríki eru rafræn skilríki gefin út á sérkortum. Þau eru tengd við tölvu með til þess gerðum lesurum og nýtast þá til almennrar auðkenningar.


Hvar fæ ég Nexus Personal hugbúnað?

Nexus Personal hugbúnaðinn geturðu nálgast á vefsíðunni hjá okkur ásamt leiðbeiningum um uppsetningu.

ER FLÓKIÐ AÐ TENGJA KORTALESARA VIÐ TÖLVUNA?

Nei, þeir eru tengdir á svipaðan hátt og prentarar og tölvan skynjar þá yfirleitt sjálfkrafa.