Íslandsrót

Íslandsrót er móðurskilríkið í íslenska dreifilyklaskipulaginu. Undir Íslandsrót var gefið út skilríki til Auðkennis sem síðan gefur út endaskilríki til einstaklinga.

Þegar rafræn skilríki á korti eru sett í samband við tölvu í fyrsta sinn sprettur upp gluggi þar sem notandi er spurður að því hvort hann vilji treysta Íslandsrot og hefur hann þar val um að smella á "Yes" eða "No".

(Ástæðan fyrir þessu er sú að Íslandsrót er ekki í sérstöku safni hjá Microsoft yfir rætur sem þeir treysta. Það er í ferli að koma henni þangað en í millitíðinni eru notendur sérstaklega spurðir hvort þeir treysti rótinni. )

Ef notandi velur "No" þá er Íslandsrót ekki sett á tölvuna hans og þá munu skilríkin á kortinu ekki virka. Til að laga þetta þarf að setja Íslandsrót handvirkt upp á tölvuna. Það er gert með því að hægri smella á hlekkinn hér fyrir neðan og velja "Save link as..." og vista skránna á tölvuna. Hægri smella svo á hana og velja "Install Certificate". Velja svo Open og næst Current User og Next. Velja svo "Automatiaclly select the certificate..." og Next. Smella svo á Finish. Eftir nokkrar sekúndur ætti að koma gluggi sem segir "The import was successful".

Sækja Íslandsrót
(Hægri smelltu og veldu "Save link as...")