Skilríki í farsíma

Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér PIN-númer til að beita þeim. Rafrænu skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður sem þarf að setja upp. Bara að hafa farsímann við höndina, það er það eina sem þarf.
Þú ferð einfaldlega inn á vefsvæði þjónustuaðila, velur að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum á farsíma og slærð inn farsímanúmerið þitt. Þá birtist sjálfkrafa skjámynd á farsímanum þínum þar sem þarf að staðfesta beiðnina. Ef beiðnin er staðfest kemur upp gluggi þar sem þú slærð inn það PIN-númer sem þú valdir þér þegar rafrænu skilríkin voru framleidd og þú ert komin/n inn. Sjá nánar hér:
MIKILVÆGT:
Einfaldasta leiðin til þess að nálgast upplýsingar um hvernig þú færð rafrænu skilríkin í farsímann þinn er að slá inn farsímanúmerið þitt í reitinn hér fyrir neðan.
Fleiri svör geturðu fundið í spurningum og svörum.
Það þarf sérstakt SIM kort fyrir rafrænu skilríkin. Kannaðu þitt SIM kort.