Breyta PIN númeri skilríkja í Windows síma

Til að breyta PIN númeri skilríkja í farsíma þarftu að muna núverandi PIN númer.
Ef þú ert búinn að gleyma því þarftu að fá ný skilríki og þá velur þú þér nýtt PIN númer.

Svona breytir þú PIN númeri skilríkja á Windows síma:

1. Ferð í "system" og velur "cellular+SIM"
2. Velur "SIM settings"
3. Velur "SIM applications"
4. Velur "Auðkenni"
5. Velur "Skilríkjaþjónusta"
6. Velur "Breyta PIN númeri"
7. Slærð inn núverandi PIN númer og ýtir á OK
8. Slærð inn nýtt PIN númer og ýtir á OK
9. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og ýtir á OK