Breyta PIN númeri

Til þess að breyta PIN-númeri rafrænna skilríkja á SIM-korti þarftu að muna núverandi PIN-númer. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar eftir tegundum síma.

Athugaðu að sum SIM-kort bjóða ekki upp á að breyta PIN-númeri. Í þeim tilfellum þarf að snúa sér til næsta afgreiðslustaðar til að fá ný rafræn skilríki.

Ef þú manst ekki PIN-númerið þitt þarftu að fá ný rafræn skilríki.

Til að breyta PIN númeri skilríkja í farsíma þarftu að muna núverandi PIN númer.
Ef þú ert búin/n að gleyma því þarftu að fá ný skilríki og þá velur þú þér nýtt PIN númer.

Svona breytir þú PIN númeri skilríkja á Android:

1. Ferð í forrit og finnur SIM-tól/VIT og ýtir á það
3. Velur Auðkenni
4. Velur Skilríkjaþjónusta
5. Velur Breyta PIN númeri
6. Slærð inn núverandi PIN númer og ýtir á Í lagi
7. Slærð inn nýtt PIN númer og ýtir á Send
8. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og ýtir á Í lagi

Til að breyta PIN númeri skilríkja í farsíma þarftu að muna núverandi PIN númer.
Ef þú ert búin/n að gleyma því þarftu að fá ný skilríki og þá velur þú þér nýtt PIN númer.

Svona breytir þú PIN númeri skilríkja á iPhone:

1. Ferð í Settings og velur Mobile Data
2. Velur SIM Application
3. Velur Auðkenni
4. Velur Skilríkjaþjónusta
5. Velur Breyta PIN númeri
6. Slærð inn núverandi PIN númer og ýtir á Send
7. Slærð inn nýtt PIN númer og ýtir á Send
8. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og ýtir á Send

Þá ætti nýtt PIN að vera komið fyrir skilríkin.

Til að breyta PIN númeri skilríkja í farsíma þarftu að muna núverandi PIN númer.
Ef þú ert búinn að gleyma því þarftu að fá ný skilríki og þá velur þú þér nýtt PIN númer.

Svona breytir þú PIN númeri skilríkja á Windows síma:

1. Ferð í "system" og velur "cellular+SIM"
2. Velur "SIM settings"
3. Velur "SIM applications"
4. Velur "Auðkenni"
5. Velur "Skilríkjaþjónusta"
6. Velur "Breyta PIN númeri"
7. Slærð inn núverandi PIN númer og ýtir á OK
8. Slærð inn nýtt PIN númer og ýtir á OK
9. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og ýtir á OK