Afgreiðslustaðir rafrænna skilríkja
Hægt er að láta virkja rafræn skilríki á kort eða framleiða rafræn skilríki í farsíma á skráningarstöðvum Auðkennis um land allt, allt eftir þörfum hvers og eins.
Mögulegt er að sækja um einkaskilríki á korti á vefsíðum Auðkennis.
Skráningarstöðvar Auðkennis eru um land allt. Veldu landsvæðið þar sem þú vilt sækja þjónustuna og síðan það þjónustufyrirtæki sem við á.
Þegar virkja á rafrænt skilríki á kort þarf að hafa meðferðis PUK númer og ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Þjóðskrá Íslands eða vegabréf.
Þegar sækja á um rafrænt skilríki í farsíma þarf að hafa farsímann við höndina auk þess að hafa ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Þjóðskrá Íslands eða vegabréf meðferðis.
