Einkaskilríki eru kjörin fyrir öruggari innskráningu á vefsvæði og til undirritunar rafrænna skjala.
Hægt er að sækja um einkaskilríki á vef Auðkennis hér.
Gildistími einkaskilríkja sem sótt er um á vef Auðkennis er 1 ár og kostar 1.500 kr. með vsk.
ATH. Ekki er hægt að fá rafræn skilríki virkjuð nema að mæta í eigin persónu á skráningarstöð og framvísa lögbundnum persónuskilríkjum.
Engar undantekningar eru á þeirri reglu.
Svona er ferlið við að fá einkaskilríki:
- Þú sækir um einkaskilríki á vefsíðu Auðkennis hér.
- Í umsókninni velur þú hvar þú ætlar að sækja einkaskilríkið.
- Þú greiðir 1.500 kr. fyrir skilríkin á greiðslusíðu Auðkennis.
- Eftir 3 virka daga færð þú sendan tölvupóst með númeri skilríkja og gildistíma en þá ættu þau að vera komin á afhendingarstað. Númer og gildistími skilríkjakorts eru slegin inn í netbanka til að fá PUK númer. Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig nálgast má PUK númerið í netbankanum finnur þú hér.
- Þú grípur PUK-númerið og ökuskírteini, nafnskírteini sem gefið er út af Þjóðskrá Íslands eða vegabréf og ferð á afgreiðslustaðinn sem þú valdir í umsóknarferlinu. Þar bíða einkaskilríkin eftir þér.
- Hjá skráningarfulltrúanum framvísar þú persónuskilríkjum, notar PUK-númerið og velur þér 6 tölustafa PIN-númer fyrir skilríkin.
Til þess að geta notað skilríkin þarft þú jafnframt að hlaða niður á tölvuna þína Nexus Personal hugbúnaði og tengja kortalesara við hana. Athugaðu að við innskráningu (auðkenningu) notar þú einungis fyrstu fjóra tölustafina í PIN-númerinu sem þú valdir, en við undirritun notar þú alla sex tölustafina.