Einkaskilríki

Einkaskilriki_SNAKUR.png

Þú getur fengið þitt eigið auðkenniskort með rafrænum skilríkjum, kjörið í rafrænar undirritanir og öruggar innskráningar á vefsvæði

Einkaskilríki eru kjörin fyrir öruggar innskráningu á vefsvæði og til undirritunar rafrænna skjala. 

Þann 16. september 2022 tók við ný útgáfa af skilríkjum á korti.

ATH. BEÐIÐ ER EFTIR HUGBÚNAÐI SEM STYÐUR MAC, ÞANGAÐ TIL VIRKA NÝJU KORTIN EKKI Á MAC VÉLUM.

Þeir sem eiga gömlu einkaskilríkin munu geta notað þau þangað til þau renna úr gildi – því þarf ekki að panta ný skilríki áður en gömlu renna út!

Notendur þurfa að sækja og setja upp Smart ID hugbúnaðinn sem má finna hér. Nexus Personal hugbúnaðurinn, sem notaður var fyrir gömlu kortin, er því óþarfur. Aðeins þarf að vera með SmartID uppsett á tölvunni.

Á meðan gömlu skilríkin eru ennþá í notkun mun notendum bjóðast að skrá sig inn ýmist með gömlu eða nýju kortunum. Þegar valið er að skrá sig inn með skilríkjum á korti mun opnast gluggi sem spyr hvora týpuna af korti þú ert að nota. Til þess að vita hvort að þú sért með gamla eða nýja kortið geturðu kíkt aftan á það. Ef persónuupplýsingar eru prentaðar aftan á kortið, er það gamla týpan og þá velurðu innskráningu með gamla kortinu (innskráning með Nexus Personal). Ef engar persónuupplýsingar er að sjá aftan á kortinu ertu með nýju týpuna af kortinu (innskráning með SmartID).

Gomul-Ny-Kort

Gildistími einkaskilríkja sem sótt er um á vef Auðkennis er 1 ár og kostar 2.600 kr. með vsk.
ATH. Ekki er hægt að fá rafræn skilríki virkjuð nema að mæta í eigin persónu á skráningarstöð og framvísa lögbundnum persónuskilríkjum. 
Engar undantekningar eru á þeirri reglu.

Sækja um einkaskilríki á vef Auðkennis

Svona er ferlið við að fá einkaskilríki:

  • Þú sækir um einkaskilríki á vefsíðu Auðkennis hér.
  • Í umsókninni velur þú hvar þú ætlar að sækja einkaskilríkið.
  • Þú greiðir 2.600 kr. fyrir skilríkin á greiðslusíðu Auðkennis.
     
  • Þú grípur ökuskírteini, nafnskírteini sem gefið er út af Þjóðskrá Íslands eða vegabréf og ferð á afgreiðslustaðinn sem þú valdir í umsóknarferlinu. Þar bíða einkaskilríkin eftir þér. 
  • Hjá skráningarfulltrúanum framvísar þú persónuskilríkjum og velur þér 4 tölustafa PIN-númer fyrir auðkenningu og 6 tölustafa PIN-númer fyrir undirritun.

Hér getur þú skoðað sýnishorn af umsókn um einkaskilríki.

Til þess að geta notað skilríkin þarft þú jafnframt að hlaða niður á tölvuna þína Smart ID hugbúnaðinum og tengja kortalesara við hana.  Athugaðu að við innskráningu (auðkenningu) notar þú einungis fyrstu fjóra tölustafina í PIN-númerinu sem þú valdir, en við undirritun notar þú alla sex tölustafina.