Leyfð persónuskilríki

Hvaða persónuskilríki eru samþykkt þegar einstaklingur er vottaður á skráningastöð við virkjun rafræna skilríkja?

Aðeins má nota eftirfarandi persónuskilríki þegar einstaklingur er vottaður á skráningastöð við virkjun rafrænna skilríkja:

  • Vegabréf - Öll lönd - Skilyrði að skráningafulltrúi sé viss um að skilríkin séu raunveruleg og ófölsuð.
  • Ökuskírteini (ekki stafræn) - Öll lönd - Skilyrði að skráningafulltrúi sé viss um að skilríkin séu raunveruleg og ófölsuð.
  • ATHUGIÐ - Stafrænu ökuskírteinin eru EKKI samþykkt sem persónuskilríki.
  • Íslensk nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá Íslands.

Tekið er við eftirfarandi gerðum íslenskra vegabréfa:

  • Almennt vegabréf.
  • Vegabréf fyrir útlendinga.
  • Ferðaskilríki fyrir flóttamenn.

Erlend nafnskírteini (citizen cards) og Dvalarleyfi eru EKKI leyfð.
Ef skráningafulltrúi er í vafa á hann alltaf að hafna viðkomandi og beina honum til Auðkennis.

Ef einhver vafi leikur á áreiðanleika skilríkja er hægt að fara á PRADO vefinn og fletta upp viðkomandi skilríkjum. Þá skal einnig nota stækkunargler og ljós til að skoða hvort um hugsanlega fölsun er að ræða. Ef einhver vafi er á áreiðanleika eftir þessar skoðanir þá skal hafna notkun skilríkjanna.

ISskilrikiSka.png

EIGINLEIKAR PERSÓNUSKILRÍKJA SEM FRAMVÍSAÐ ER VIÐ VOTTUN

Persónuskilríki þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að vera heimil til vottunar:

Þurfa að vera í gildi á tíma vottunar, þ.e. mega ekki vera útrunnin.
Samkvæmt reglugerð 1040/2015 er tímabundin framlenging vegabréfa ekki gild eftir 24.11.2015.
Það á við um allar framlengingar þó gildisdagsetning sé síðar.

Undantekning er með íslensk ökuskírteini gefin út til 10 ára sem voru í gildi fyrir 1. mars 1988.
Þau halda gildi sínu þar til skírteinishafi er 70 ára skv. reglugerð 830/2011.

Nafn á persónuskilríkjum skal vera hið sama og birtist í Þjóðskráruppflettingu sem birtist í umsóknarferli.
Mynd af vottorðshafa þarf að vera til staðar og vera svo greinileg að hægt sé að bera kennsli á vottorðshafa með óyggjandi hætti.

Ef persónuskilríki eru gefin út af öðru þjóðríki, þ.e. ökuskírteini eða vegabréf, þarf að gæta þess að nafn og fæðingardagur komi fyrir í þeim og upplýsingarnar séu hinar sömu og koma fram í Þjóðskráruppflettingu sem birtist í umsóknarferli.
Að öðru leyti gilda sömu reglur.