Ólögráða (yngri en 18 ára)

Ólögráða, einstaklingar undir 18 ára aldri, geta fengið rafræn skilríki.

Forráðamaður þarf þá að undirrita sérstakan áskriftarsamning og ólögráða skrifar undir móttökuyfirlýsingu ólögráða.

Forráðamaður þarf að staðfesta að hann hafi forræði yfir hinum ólögráða og skráningarstöðin kannar hvort forráðamaður og ólögráða hafi sama fjölskyldunúmer í Þjóðskrá Íslands.

Ef forráðamaður er ekki með sama fjölskyldunúmer þarf hann að framvísa sérstöku forræðisvottorði sem hægt er að fá hjá Þjóðskrá en er útgefið af Sýslumannsembætti.