Ólögráða, einstaklingar undir 18 ára aldri, geta fengið rafræn skilríki.
Forsjáraðili þarf þá að undirrita sérstakan áskriftarsamning og ólögráða skrifar undir móttökuyfirlýsingu ólögráða.
Forsjáraðili getur farið inn á mitt.audkenni.is, skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og skrifað undir áskriftasamning rafrænt. Eftir það getur ólögráða farið einn á skráningastöð og fengið virkjuð rafræn skilríki. Sömu kröfur eru til framvísunar persónuskilríkja fyrir vottun ólögráða og lögráða, þ.e. gild ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini útgefin af Þjóðskrá Íslands.
Forsjáraðili þarf að staðfesta að hann hafi forræði yfir ólögráða og skráningarstöðin kannar hvort forsjáraðili og ólögráða hafi sama fjölskyldunúmer með vefþjónustukalli í Þjóðskrá Íslands.
Ef forsjáraðili er ekki með sama fjölskyldunúmer getur hann sýnt skráningafulltrúa fram á forsjá með því að skrá sig inn á www.island.is, velja þar þjóðskrá í valstiku vinstra megin og svo Fjölskyldan mín.
Þar sést hvaða börn viðkomandi er með forsjá yfir.