Auðkennisapp

App web

Nú getur þú virkjað rafrænu skilríkin þín hvar sem er í heiminum!

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.
Appið er gjaldfrjálst og hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Í Auðkennisappinu er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu - hvar sem er í heiminum!

Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum og þarf viðkomandi að:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
  • Hafa gilt íslenskt vegabréf

Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Playog virkjar rafræn skilríki með lífkennum á símanum þínum eða snjalltækinu.

Þegar aðgangur hefur verið stofnaður getur þú þú notað Auðkennisappið í staðinn fyrir rafræn skilríki á SIM-korti hjá flestum þjónustuveitendum.

Hér getur þú séð myndband sem útskýrir sjálfsafgreiðsluna.