Auðkenni var stofnað í september árið 2000 vegna vaxandi krafna fjármála- og fjarskiptafyrirtækja um aukið öryggi í rafrænum viðskiptum.
Fjölbreytilegar lausnir
Auðkenni býður jafnt einstaklingum sem og fyrirtækjum upp á fjölbreytilegar lausnir sem allar veita öryggi í rafrænum samskiptum og byggja upp traust og trúnað milli aðila.
Sniðið að íslenskum aðstæðum
Öryggislausnir Auðkennis eru bæði íslenskar lausnir, þróaðar af fyrirtækinu sjálfu, og alþjóðlegar lausnir sem sniðnar eru að íslenskum aðstæðum.