Skilríkin mín á farsíma eru að fara renna út

Rafræn skilríki á farsímum hafa 5 ára gildistíma.

Öllum notendum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og bent á að fara á afgreiðslustöð til að fá sér ný rafræn skilríki.

Hér má sjá lista yfir afgreiðslustaði:
Afgreiðslustaðir rafrænna skilríkja

Notendur verða að sanna á sér deili með lögbærum persónuskilríkjum.
Það eru vegabréf, ökuskírteini (ekki stafrænt) og íslensk nafnskírteini.
Rafrænu ökuskíreinin eru ekki lögbær persónuskilríki.

Fyrir þá sem ekki komast á afgreiðslustöð á Íslandi er væntanleg ný útgáfa af Auðkennisappinu sem gerir notendum sem eiga gild íslensk vegabréf kleift að afgreiða sig sjálfir.
Sjá nánari upplýsingar á: app.audkenni.is