Skilríkin mín á farsíma eru að fara renna út

Rafræn skilríki á farsímum hafa 5 ára gildistíma.

Öllum notendum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og bent á að fara á skráningastöð til að fá sér ný rafræn skilríki.

Ef notendur eiga ekki kost á að mæta á skráningastöð áður en skilríkin renna út er hægt að fara aðrar leiðir en þá þurfa bæði auðkenningar- og undirritunarskilríki að vera virk og skilríkin þurfa að vera framleidd á skráningastöð en ekki með öðrum rafrænum skilríkjum.

Leið 1.

Sækja um Auðkennisappið með rafrænu símaskilríkjunum. Nánari leiðbeiningar má finna á vef okkar https://app.audkenni.is/

Leið 2.

Gætið þess að þessi leið er aðeins fær til að framleiða skilríki á nýju símanúmeri, það þarf því að hafa ásamt eldra númerinu sem skilríkin eru á,  nýtt símanúmer á nýju SIM korti frá íslensku símafélagi.

Hægt er að nota eldri rafrænu skilríkin til þess að framleiða ný skilríki á annað íslenskt símanúmer á síðu Auðkennis https://mitt.audkenni.is/.