Skilríkjahafi getur haft mismunandi ástæður til þess að afturkalla rafrænu skilríkin sín. Nokkrar leiðir eru mögulegar til þess:
Til þess að geta afturkallað skilríkin sín eftir þessum leiðum verður skilríkjahafinn að geta gert grein fyrir sér.
Ef símtæki með SIM korti sem inniheldur rafræn skilríki glatast eru skilríkin afturkölluð sjálfkrafa um leið og símanúmeri er lokað.
Ef skilríkjakort frá Auðkenni glatast þarf að tilkynna það til Auðkennis, sbr. hér að ofan og þá eru skilríki sett í tímabundið ógilda stöðu um leið og tilkynning er móttekin.