Nexus hugbúnaður

Nexus_Personal_minni.png

Þú þarft Nexus Personal hugbúnað til þess að lesa eldri rafrænu skilríkin þín í kortalesaranum (Nafn og kt. korthafa prentuð á kort)

Þegar þú skráir þig inn á vefsvæði með rafrænu skilríki á korti, setur þú rafræna skilríkið í kortalesarann og hugbúnaður í tölvunni les þínar upplýsingar.

Til þess að lesa rafræn skilríki í kortalesara þarf að setja upp Nexus Personal hugbúnað. Það er tiltölulega einfalt verk að setja upp Nexus Personal hugbúnaðinn í tölvunni.

Hér getur þú sótt Nexus Personal fyrir eftirfarandi stýrikerfi:
Windows 32 bita stýrikerfi: Nexus Personal útgáfa 4.25.4
Windows 64 bita stýrikerfi: Nexus Personal útgáfa 4.25.4
Mac: Nexus Personal útgáfa 4.25.4
Linux x86: Nexus Personal útgáfa 4.25.4
Linux x84-64: Nexus Personal útgáfa 4.25.4

ATH - Linux útgáfurnar styðja aðeins Debian miðuð Linux stýrikerfi.

Svona setur þú upp Nexus hugbúnaðinn fyrir Windows (sjá hér fyrir Mac): 

  1. Fyrst þarf að sækja Nexus Personal hugbúnaðinn. 
  2. Veldu "Save As..." og vistaðu hugbúnaðinn á tölvuna þína.
  3. Tvísmelltu á forritið þar sem þú vistaðir það og keyrðu það upp. Notaðu sjálfgefnar stillingar.
  4. Eftir að forritið er uppsett og keyrandi á tákn "Nexus Personal" að sjást í stjórnstiku tölvunnar.
  5. Í sumum tilfellum þarf að endurræsa tölvuna eftir uppsetningu.

Ef þú lendir í vandræðum með uppsetninguna er þjónustuverið okkar opið frá 9 til 17 alla virka daga. Þú getur hringt í síma 530 0000 eða sent fyrirspurn hér á vefsíðunni þegar þjónustuverið er lokað.