Til að nýta rafræn skilríki á kortum þarf að tengja kortalesara við tölvuna og setja upp Nexus Personal hugbúnaðinn til að lesa kortið. Hér fyrir neðan er listi yfir þau atriði sem huga þarf að.
Tengdu kortalesara við USB-tengið í tölvunni, nema þú hafir innbyggðan kortalesara í henni. Í langflestum tilfellum finnur tölvan réttan rekil sjálfkrafa á svipaðan hátt og þegar nýr prentari er tengdur.
Til þess að lesa kortið í kortalesaranum þarftu að setja upp Nexus Personal forritið.
Sækja Nexus Personal fyrir Mac.
Stingdu kortinu með rafrænu skilríkjunum í lesarann þannig að örgjörvinn snúi upp og að lesaranum. Þegar kortalesarinn les skilríkin þá ætti „Personal-táknið“ á neðstu stikunni að snúast í hringi.
Nú skaltu ræsa þann vafra sem þú vilt nota, þú getur prófað að skrá þig inn, t.d. í netbankann þinn eða einhvern annan vef sem styður raræn skilríki á korti. Mundu að þú átt aðeins að nota fyrstu 4 tölustafina í PIN-númerinu.
Það getur verið snúið fyrir MAC notendur að nota VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra.
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá notendur á pdf skjali:
Mac og VEF-tollafgreiðsla
Ef þér tekst ekki að fá rafrænu skilríkin til að virka getur þú hringt í 530 0000 alla virka daga frá 8:00 til 17:00 og fengið ókeypis aðstoð sérfræðinga. Athugið að miðað er við að símtöl taki ekki lengri tíma en tíu mínútur.