Endurnýjun skilríkja á farsímum

Hvað á ég að gera þegar skilíkin mín eru að fara renna út?

Rafræn skilríki á farsímum hafa 5 ára gildistíma.

Öllum notendum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og bent á að skrá sig inn á mitt.audkenni.is til að endurnýja þau.

Ef notendur skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður Auðkennis, mitt.audkenni.is, og minna en 90 dagar eru eftir af líftíma skilríkjanna er þeim boðið að endurnýja skilríkin. Ef skilríkin renna út þá þarf að fara á skráningarstöð til að fá ný.

Ef notandi velur það er honum boðið að skrifa rafrænt undir Samning um einkaskilríki. Eftir að búið er að skrifa undir samninginn með rafrænum hætti eru skilríkin í farsímanum komin með 5 ára líftíma.

Nánari leiðbeiningar eru hér:
Endurnýjun rafrænna skilríkja á farsímum (pdf - 1.305 KB)