PIN númer skipta máli

Vandaðu þig þegar þú velur PIN númer.

Þegar kemur að því að velja PIN númer fyrir rafræn skilríki borgar sig að vanda valið. Forðast skal að velja "augljósar" tölur eins og hluta úr kennitölu þinni eða fóki sem er þér nátengt. Eins eru PIN númer eins og 1234, 1111 og 0000 ekki góður kostur.

Á rafrænum skilríkjum í farsímum er hægt að velja PIN númer sem eru fjórir til átta tölustafir. Augljóslega eru átta tölustafa PIN númer öruggari en fjögurra tölustafa en ef PIN númerið er skrifað á blað og geymt á sama stað og síminn skiptir lengd þess engu máli. Því borgar sig ekki að velja of langt PIN ef þú treystir þér ekki til að muna það og skrifar það því á miða "til öryggis". ALDREI skal skrifa PIN númer á blað eða setja í óvarða geymslu á símanum sjálfum. Það sama á við um PIN númer sem eru notuð til að opna símann.

Það getur því verið snúið að velja öruggt PIN sem tengist manni ekki augljóslega en samt gott að muna. Gott er því að vera búinn að velja tölurnar áður en farið er á skráningastöð og PIN númer valið.

Eins er hægt að skipta sjálfur um PIN númer í farsímum. Breyta PIN númeri

Ef rangt PIN númer er slegið inn fimm sinnum þá læsast skilríkin og verða ónothæf. Viðkomandi þarf þá að fara aftur á skráningastöð og fá ný skilríki.

Auðkenni er ekki heimilt að framleiða rafræn skilríki nema tilvonandi skilríkjahafi geti notað þau einn og óstuddur. Þessi regla er ófrávíkjanleg en samkvæmt 7. gr. a laga nr. 85/2018, er hægt að sækja um beiðni um aðlögun.

Ítarlegra svar

Þá áttu ekki möguleika á að fá rafræn skilríki á SIM-kort og verður að hafa samband við þá þjónustuaðila sem þú ert í viðskiptum við til að leita annarra leiða. Þú gætir hins vegar fengið rafræn skilríki í Auðkennisappið, smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Ítarlegra svar

Nei, allir sem ætla að fá virkjuð rafræn skilríki þurfa að mæta í eigin persónu á skráningarstöð á Íslandi. 

Ein af aðal öryggiskröfunum í virkjanaferli fullgildra rafrænna skilríkja er að viðkomandi mæti í eigin persónu á skráningarstöð og framvísi þar gildu vegabréfi, ökuskírteini með skýrri mynd eða nafnskírteini til vottunar. Þar sem engar skráningarstöðvar fyrir þessi skilríki eru staðsettar erlendis er eina leiðin til að fá rafræn skilríki virkjuð að koma á skráningarstöð á Íslandi.

Fullgild rafræn skilríki munu verða grundvöllur öruggari rafrænna samskipta við hið opinbera, fjármálastofnanir og fyrirtæki. Viljir þú eiga rafræn samskipti við þessa aðila í framtíðinni þá þarftu að hafa slík skilríki til að auðkenna þig á öruggan hátt og einnig til að geta framkvæmt rafrænar undirritanir. Rafrænar undirritanir með fullgildum rafrænum skilríkjum eru að lögum jafngildar undirritun með penna.

Rafræn skilríki byggja á öruggustu tækni sem völ er á í dag og geyma þínar upplýsingar í mjög öruggum dulritunarbúnaði á örgjörvanum sem er á SIM- eða örgjörvakortinu þínu. Dulritunarbúnaðurinn er vottaður fyrir örugga varðveislu, upplýsingarnar fara aldrei af örgjörvanum og aðgangsorðið (PIN númerið) er ekki geymt hjá þjónustuaðilum.

Vandaðu þig þegar þú velur PIN númer.

Ítarlegra svar

Nei, stafrænt ökuskírteini dugar ekki sem vottunargagn þegar óskað er eftir rafrænum skilríkjum. Öryggi stafrænu ökuskírteinanna er mjög gott ef strikamerkið er skannað og því flett upp í gagnagrunnum lögreglunnar. Þann aðgang hefur aðeins lögreglan. Án þessa aðgangs uppfylla skilríkin ekki öryggiskröfur.