Umsókn um starfsskilríki

Ath. ekki er kominn stuðningur fyrir rafræn skilríki á nýju kortunum fyrir MAC notendur.

Algengur misskilningur er að starfsskilríkin gefi aðgang að fyrirtækjaupplýsingum á öllum opinberum vefsvæðum. Það er sjaldnast raunin. Starfsskilríki eru gefin út á kennitölu einstaklings en þau innihalda einnig kennitölu fyrirtækis. Það er svo undir hverjum og einum þjónustuaðila hvort hann notfærir sér fyrirtækjakennitöluna í skilríkjunum.
Algengast er að skoðuð sé kennitala einstaklingsins og ef hún er skráð með prókúru (eða skráð með umboð frá prókúruhafa) fá menn aðgang að gögnum fyrir fyrirtækið, alveg sama hvort notuð eru rafræn skilríki á SIM korti farsíma, Auðkennisappi eða starfsskilríkjkum á korti. Þannig er það t.d. á island.is og skattur.is
Starfsskilríki veita ekki aðgang að fyrirtækjaupplýsingum á vef Vinnumálastofnunnar.