Innsigli

Rafræn Innsigli eru rafræn framsetning af stimpli eða innsigli fyrirtækis.

Þegar skjal hefur verið innsiglað með Innsigli frá Auðkenni getur móttakandi treyst því að skjalið sé frá þeim sem skráður er fyrir innsiglinu. Jafnframt er tryggt að skjalinu hafi ekki verið breytt frá því það var innsiglað.

Dæmi: Vottorð eða prófskírteini frá háskóla gætu verið innsigluð með rafrænu innsigli skólans. Þannig væri hægt að tryggja að skjalið hafi raunverulega verið útbúið eða gefið út af skólanum og að ekki hafi verið átt við innihald skjalsins.

Hér eru þau gildi sem eru í Subject skilríkjanna:

  • CommonName (CN) = Common Name skilríkis, valið af umsækjanda.
  • SERIALNUMBER (S) = [kennitala fyrirækis]
  • CountryName (C) = IS
  • OrganisationName (O) = Nafn fyrirtækis eins og það er skráð í Þjóðskrá.
  • OrganisationIdentifier = NTRIS-[kennitala fyrirækis]

Verðskrá

Sjá verðskrá

Leiðbeiningar fyrir umsókn um Innsigli

Í umsóknarferlinu um Innsigli þarf að tilgreina forráðamann fyrirtækis en sá aðili verður að vera með prókúru á fyrirtækið eða umboð frá slíkum aðila. Hér er staðlað umboð ef þarf: Sækja umboðseyðublað (pdf 33 KB)

Tæknilegan tengilið þarf að tilgreina en hann er sá aðili sem fær tilkynningar frá Auðkenni varðandi skilríkin, t.d. 30 dögum áður en þau renna út er send tilkynning á tæknilegan tengilið.