Leiðbeiningar búnaðarskilríkja

Búnaðarskilríki - Leiðbeiningar um umsókn og uppsetningu

Búnaðarskilríki samandstanda af einkalykli (privat key) og dreifilykli (public key). Einkalykillinn má aldrei afhenda óviðkomandi en dreifilykilinn mega allir fá.

Áður en umsókn um búnaðarskilríki hefst þarf að útbúa svokallaða CSR (Certificate Signing Request) beiðni. Þegar CSR beiðnin er útbúin verður í leiðinni til einkalykill búnaðarskilríkisins á þeirri tölvu sem CSR beiðnin er gerð á. Eftir að umsókn er samþykkt sendir Auðkenni tæknilegum tengilið útgefinn dreifilykil. Þennan dreifilykil þarf svo að setja upp á SÖMU tölvu og CSR beiðnin var búin til á. Hlekkur á nákvæmar leiðbeiningar er hér fyrir neðan.

Eftir að búið er að útbúa CSR beiðnina er hægt að fylla út umsóknarform á vefsíðu Auðkennis.

Í umsókninni þarf að tilgreina eftirfarandi:

  • Lögbær fulltrúi. Það er aðlili sem hefur prókúru á fyrirtækið/félagið eða umboð frá slíkum.
  • Tæknilegur tengiliður. Sá aðili sem undirbýr umsóknina og setur upp skilríkið.
  • CSR (Certificate Signing Request) Tæknilegur tengiliðu útbýr CSR beiðni og setur í umsóknina.
  • Gildistími skilríkjanna. Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 ára gildistíma.

Eftir að búið er að fylla út umsóknina eru sendir tölvupóstar á bæði lögbæra fulltrúann og tæknilega tengiliðinn.

  • Lögbæri fulltrúinn þarf að smella á sérstakan hlekk í tölvupóstinum til að samþykkja umsóknina.
  • Tæknilegur tengiliður þarf að smella á sérstakan hlekk í sínum pósti til að staðfesta netfangið.

Skráningafulltrúar Auðkennis yfirfara umsóknina, kanna prókúru lögbærs fulltrúa og senda honum áskriftarsamning til rafrænnar undirritunar ef slíkur samningur er ekki þegar til. Kannað er hvort netfang lögbærs fulltrúa tengist fyrirtækinu og stundum er hringt í viðkomadi fyrirtæki eða lögbæra fulltrúann til vottunnar.

Ef umsóknin er samþykkt er dreifilykill búnaðarskilríkjanna framleiddur og sendur á tæknilegan tengilið sem sér um að setja hann upp á sömu vél og CSR var útbúið á.

Hér eru leiðbeiningar fyrir Windows notendur hvernig þetta er framkvæmt:
Tæknilegar leiðbeiningar

Hér er umsóknarformið:
https://www.audkenni.is/umsoknbunadar

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 530-0000 og í netfanginu umsoknir@audkenni.is