Skilríkjakeðja búnaðarskilríkja

Skilríkjakeðja fyrir búnaðarskilríki

Til að búnaðarskilríki virki eðlilega þarf Islandsrot 2021 og milliskilríkið Fullgilt audkenni 2021 að vera uppsett í skilríkjageymslu tölvunnar.

Til að skoða skilríkjageymslu tölvunnar er notast við Microsoft Management Console (mmc).
Ýttu Windows takkann vinstra megin við bil slánna og skrifaðu mmc og ýttu á enter.
MMC Console gluggi ætti að opnast.

  1. Veldu File
  2. Veldu Add/Remove Snap-in...
  3. Add or Remove Snap-ins gluggi opnast
  4. Veldu Certificates
  5. Veldu Add>
  6. Smelltu á OK hnappinn
  7. Add or Remove Snap-ins gluggi hverfur
  8. Nú ætti Certificates að sjást efst í vinstri horni Console glugganns
  9. Smelltu á píluna við Certificate táknið og þá sjást möppurnar í skilríkjageymslunni

Rótin, Islandsrot 2021 á að vera undir:
Trusted Root Certification Authorities/Certificates

Milliskilríkið, Fullgilt audkenni 2021 á að vera undir:
Intermediate Certification Authorities/Certificates

Hér fyrir neðan eru skilríkin.
Islandsrot 2021 (cer)
Milliskilríki (Fullgilt audkenni 2021) (cer)