Samanburður mismunandi skilríkja

Í dag býður Auðkenni upp á þrjár tegundir skilríkja.

Til að byrja með skulum við skipta þeim í tvo flokka:

  • Skilríki á örgjörvakortum (þar með talið skilríki á SIM kortum)
  • Hugbúnaðarskilríki (mjúk skilríki)

Skilríki á örgjörvakortum

Við bjóðum upp á tvær gerðir af kortum, auk SIM korta, hvert kort er með 2 skilríkjum:

Á hverju korti eru tvö skilríki, annað fyrir auðkenningar inn á vefsvæði og hitt fyrir rafrænar undirritanir. Einkaskilríkin má fá á SIM kortum og Auðkenniskortum. Eini munurinn á milli einka- og starfsskilríkja er að kennitala fyrirtækis er í starfsskilríkjunum. Það er svo á valdi þeirra þjónustuveitenda sem treysta skilríkjunum hvort þeir setji skilyrði um að kennitala fyrirtækis sé tengd skilríkjahafanum til að veita vissar þjónustur eða ekki.

Hugbúnaðarskilríki

Við bjóðum upp á eina gerð af hugbúnaðarskilríkjum:

Búnaðarskilríki eru fyrir kerfi sem hafa samskipti við sambankakerfi banka og sparisjóða.

Þetta eru hugbúnaðarskilríki (ekki á örgjörvakortum) sem innihalda einungis upplýsingar um fyrirtæki en ekki einstaklinga. Hægt er að setja sama skilríkið upp á mörgum vélum.