Íslandsbanki

Best er að sækja PUK númer fyrir rafræn skilríki á Auðkenniskortum á mínum síðum Auðkennis.
https://mitt.audkenni.is

Til að skrá sig inn á mínar síður þarf rafræn skilríki á farsíma, Auðkennisappi eða korti.
Eftir innskráningu birtist hnappurinn "Kort með PUK" ef viðkomandi á til kort í kerfinu sem á eftir að virkja eða kort sem ekki eru útrunnin.

Einnig er hægt að sækja PUK númer í netbanka.

Þú skráir þig inn í þinn persónulega netbanka og inni á forsíðunni smellir þú á stillinga-tannhjólið (1) og velur svo "Aðrar stillingar" (2)
(Númerin innan sviga eiga við myndina fyrir neðan)

Íslandsbanki sækja PUK mynd 1

Í "Aðrar stillingar" smellir þú á "Nánar". Sjá ör á mynd hér að neðan.

Íslandsbanki sækja PUK mynd 2

Þú velur fellilista (1) og svo velur þú "Slá inn tékkaábyrgðarnúmer" (2)

Íslandsbanki sækja PUK mynd03

  1. Þú slærð inn 10 stafa númer sem stendur á kortinu þínu og þér var sent í tölvupósti ef um nýtt kort er að ræða.
  2. Slærð inn gildistíma mánaðar (2 tölustafir).
  3. Slærð inn gildistíma árs (2 síðustu tölustafir í ártalinu).
  4. Slærð inn gildistíma dags (2 tölustafir).
  5. Smellir að lokum á "Sækja PUK" hnappinn.

Íslandsbanki sækja PUK mynd 4

Þá á að birtast átta stafa númer sem er PUK númerið fyrir kortið þitt.