Sækja PUK númer

Til þess að virkja rafræn skilríki á korti á skráningarstöð Auðkennis þarf skilríkjahafi að hafa meðferðis sérstaka átta tölustafa öryggistölu sem er kölluð PUK númer.

Þegar kort með rafrænum skilríkjum er framleitt verður þetta PUK númer aðgengilegt í öllum heimabönkum skilríkjahafa. 

Hér á þessari síðu eru leiðbeiningar um það hvernig mögulegt er að sækja PUK númer fyrir rafræn skilríki á kortum í netbanka.

Veldu þinn banka eða sparisjóð á valmyndinni hér til vinstri á síðunni.

Ef þú ert ekki með aðgang að neinum netbanka getur þú haft samband við Auðkenni og fengið PUK númerið sent í bréfpósti. Aðeins er heimilt að senda PUK númerið á lögheimili skilríkjahafa.