Hægt er að sækja PUK númer fyrir rafræn skilríki á Auðkenniskortum á mínum síðum Auðkennis.
https://mitt.audkenni.is
Til að skrá sig inn á mínar síður þarf rafræn skilríki á farsíma, Auðkennisappi eða korti.
Eftir innskráningu birtist hnappurinn "Kort með PUK" ef viðkomandi á til kort í kerfinu sem á eftir að virkja eða kort sem ekki eru útrunnin.
Inn á síðunni sjást kort skilríkjahafa og ef smellt er á kortið, birtist PUK númerið sem er notað til þess að virkja skilríkin á skráningastöð.