Kvika banki

Best er að sækja PUK númer fyrir rafræn skilríki á Auðkenniskortum á mínum síðum Auðkennis.
https://mitt.audkenni.is

Til að skrá sig inn á mínar síður þarf rafræn skilríki á farsíma, Auðkennisappi eða korti.
Eftir innskráningu birtist hnappurinn "Kort með PUK" ef viðkomandi á til kort í kerfinu sem á eftir að virkja eða kort sem ekki eru útrunnin.

Einnig er hægt að sækja PUK númer í netbanka.

Eftir að þú hefur skráð þig inn í þinn persónulega netbanka Kviku gerir þú eftirfarandi:

  1. Velur "Stillingar" efst á síðunni. (Ör 1 á mynd)
  2. Velur Rafræn skilríki í valmöguleika vinstra megin á síðunni.
  3. Velur "PUK númer fyrir starfsskilríki". (Ör 2 á mynd)

(Athugaðu að flipinn "PUK númer fyrir starfsskilríki" er líka fyrir einkaskilríki.)

MP - Sækja PUK númer mynd 1

  1. Sláðu inn númer kortsins (10 tölustafir, byrjar á 5 og svo nokkrum núllum).
  2. Veldu gildistíma kortsins.
  3. Smelltu á "Sækja PUK" hnappinn.

MP - Sækja PUK númer mynd 2

Þá á að birtast 8 stafa númer sem er PUK númer viðkomandi korts.