Hvar fæ ég Nexus Personal hugbúnað?

Nexus Personal hugbúnaðinn geturðu nálgast á vefsíðunni hjá okkur ásamt leiðbeiningum um hvernig þú setur hann upp.

Auk rafrænna skilríkja á debetkortum, sem einstaklingum býðst án endurgjalds, geta einstaklingar keypt einkaskilríki sem eru kjörin fyrir öruggari innskráningar á vefsvæði og til undirritunar rafrænna skjala.

Þessi skilríki eru eins og rafrænu skilríkin á debetkortum.

Skilríkin eru gefin út á einstaklinga og á þeim er kennitala og nafn skilríkjahafans.

Ítarlegra svar

Þú sækir um einkaskilríki á vefsíðu Auðkennis https://umsoknir.audkenni.is/einkask.cfm

Munurinn er fyrst og fremst formið. Í öllum tilfellum er hægt að nota skilríkin til auðkenningar við innskráningu og við undirritun skjala. Einkaskilríkin eru rafræn skilríki á sérstöku plastkorti. Það er allt og sumt. 

Hafðu þá samband við Auðkenni beint eða eina af fjölmörgum Afgreiðslustöðvum Auðkennis svo hægt sé að loka fyrri skilríkjum. Að því loknu geturðu farið inn á heimasíðu Auðkennis og pantað nýtt kort hér.

Nexus Personal hugbúnaðinn geturðu nálgast á vefsíðunni hjá okkur ásamt leiðbeiningum um hvernig þú setur hann upp.

þegar þú valdir þér 6 stafa PIN-númer við virkjun skilríkjanna, þá varst þú í raun að velja tvö PIN-númer, fyrstu 4 stafirnir eru notaðir fyrir auðkenningu en allir 6 fyrir undirritanir.
Til þess að nota rafrænu skilríkin þarftu að hafa aðgang að tölvu, kortalesara og sérstökum hugbúnaði fyrir skilríkin.

Athugaðu að þegar skilríkin eru notuð í fyrsta sinn mun tölvan biðja um heimild til þess að setja inn skilríkjakeðju Íslandsrótar sem er að finna á kortinu. Þessari spurningu þarf að svara játandi og mun skilríkjakeðjan þá verða sett upp á vélinni.

Þú getur prófað virkni Nexus hugbúnaðarins og kortalesarans með því að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Fullvissaðu þig um að kortalesarinn sé tengdur við tölvuna.
  2. Stingdu kortinu með rafrænu skilríkjunum í lesarann.
  3. Nexus táknið á stjórnstiku "snýst" á meðan kortið er lesið. Athugið, þetta getur tekið smá stund í fyrsta sinn.
  4. Smelltu hér til að prófa kortið. (ATH. að PIN til auðkenningar er 4 tölustafir)

Oftast dugir að slökkva og kveikja á Nexus Personal forritinu.

  1. Hægri smelltu á Nexus Personal táknmyndina (rauður hringur með hvítum karli) sem þú finnur á botnstikunni (task bar) í horninu niðri til hægri.
  2. Veldu Hætta. Þá slökknar á forritinu og táknmyndin hverfur.
  3. Til að ræsa forritið aftur í Windows 7 eða eldri stýrikerfum, ferð þú í Start (neðst til vinstri) og svo í All Programs og finnur þar Personal möppuna og smellir á hana og smellir svo á Personal táknið. 
  4. Til að ræsa forritið aftur í Windows 8 eða nýrri stýrikerfum, smellir þú á Windows hnappinn, skrifar Personal og smellir á Personal táknið.
  5. Þá keyrir forritið sig upp og táknmyndin á að birtast aftur á botnstikunni niðri í hægra horninu.
Þá þarf að fara á næsta afgreiðslustað rafrænna skilríkja, taka með þér annað hvort vegabréf eða ökuskirteini og PUK-númerið sem þú getur nálgast í heimabankanum þínum (leiðbeiningar hér). Þangað komin(n) færðu aðstoð skráningarfulltrúa við að velja þér nýtt PIN-númer fyrir skilríkin.
PUK-númer (PIN Unblocking Key) er númer sem veitir aðgang að skilríkjunum á örgjörvakorti, þegar PIN-númerið er óþekkt. PUK-númerið er notað til þess að breyta PIN-númeri skilríkjanna.

PUK-númer eru aðgengileg í netbönkum allra viðskiptabanka og sparisjóða. Þú finnur þau ekki undir rafræn skjöl, heldur venjulega undir valmöguleika sem kallast ýmist upplýsingar eða stillingar, eftir því í hvaða netbanka þú ert að leita. Nánari leiðbeiningar fyrir alla íslenska netbanka má finna hér.

Það eru mismunandi aðferðir sem þú notar eftir því hvort skilríkin eru í farsímanum eða á debetkorti/Auðkenniskorti.

Til þess að athuga hvort þú sért með skilríki í farsímanum þínum fylgirðu leiðbeiningum á prófunarsíðunni okkar fyrir skilríki í farsímum.

Til þess að athuga hvort þú sért með skilríki á debetkortinu þínu, þarftu að hafa aðgang að kortalesara ásamt því að setja upp Nexus Personal hugbúnað í tölvuna. Leiðbeiningar fyrir skilríki á kortum.

Það eru ekki rafræn skilríki á öllum útgefnum debetkortum. Ef þú vilt vita hvort það eru rafræn skilríki á debetkortinu þínu borgar sig að hafa samband við þinn viðskiptabanka eða sparisjóð.

Það er ekki hægt að fá rafræn skilríki á öll debetkort. Ef þú vilt vita hvort þú getur fengið rafræn skilríki á debetkortið þitt borgar sig að hafa samband við þinn viðskiptabanka eða sparisjóð.