Notkun appsins
Svona skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum í Auðkennisappinu
Byrjaðu á því að velja Auðkennisappið í innskráningarglugganum hjá þjónustuveitanda.
Sláðu inn kennitöluna þína (ekki símanúmerið).
Öryggistala birtist á vef þjónustuveitanda, veittu þessari tölu athygli.
Auðkennisappið opnast.
Öryggistala birtist í Auðkennisappinu, gættu þess að þetta sé sama tala og þjónustuveitandi birti.
Staðfestu með því að slá inn PIN-1 númerið þitt.
Þá opnast þitt svæði á vef þjónustuveitanda.
Mundu að skrá þig út af vef þjónustuveitanda þegar þú hefur lokið erindinu.
NÝTT!
Við kynnum þrjár nýjar og þægilegar innskráningarleiðir í Auðkennisappið.
Innskráning með QR kóða, þegar þú notar vafra í tölvu.
Á innskráningarsíðunni er birtur QR kóði sem þú skannar með því að opna Auðkennisappið og smella á hnappinn „Skannaðu QR kóða“.
Þá opnast myndavél, þú berð símann upp að QR kóðanum á tölvuskjánum.
QR kóðinn skannast og auðkenningarferlið hefst.
Þjónstuveitandi birtir upplýsingar í Auðkennisappinu sem þú þarft að staðfesta.
Þú staðfestir upplýsingarnar með því að slá inn PIN-1 númerið þitt.
Þá opnast þitt svæði á vef þjónustuveitanda.
Mundu að skrá þig út af vefsvæðinu þegar þú hefur lokið erindinu.
Innskráning í appi, þegar þú notar app þjónustuveitanda.
Þegar valin er innskráning með Auðkennisappinu hefst auðkenningarferlið strax.
Auðkennisappið opnast og þjónustuveitandi birtir upplýsingar sem þú þarft að staðfesta.
Þú staðfestir upplýsingarnar með því að slá inn PIN-1 númerið þitt.
Þá opnast þitt svæði í appi þjónustuveitanda.
Þegar þú svo framkvæmir einhverja aðgerð sem krefst undirritunar þá er það einnig gert með undirritun í Auðkennisappinu.
Þegar þú undirritar er með Auðkennisappinu setur þú inn PIN-2 númerið þitt.
Mundu að skrá þig út af appinu þegar þú hefur lokið erindinu.
Innskráning í síma eða spjaldtölvu, þegar þú notar vafra.
Þegar valin er innskráning með Auðkennisappinu hefst auðkenningarferlið.
Auðkennisappið opnast og þjónustuveitandi birtir upplýsingar sem þú þarft að staðfesta.
Þú staðfestir upplýsingarnar með því að slá inn PIN-1 númerið þitt.
Þá opnast þitt svæði á vefsvæði þjónustuveitanda.
Mundu að skrá þig út af vefsvæðinu þegar þú hefur lokið erindinu.
Gott að vita:
Þú þarft að vera í sambandi við netið til að nota Auðkennisappið í gegnum wifi, 4G eða 5G.
Ef þú skiptir um síma eða snjalltæki þá þarftu að útbúa ný skilríki í Auðkennisappinu.
Þú átt alltaf að eiga upphafið að innskráningu, aldrei slá inn PIN-númerið þitt ef þú ert ekki viss.