Fáðu rafræn skilríki í Auðkennisappið
Tvær leiðir eru í boði:
Sjálfskráning með íslensku vegabréfi
Ef þú átt gilt íslenskt vegabréf og ert með snjallsíma getur þú virkjað rafræn skilríki í Auðkennisappinu – hvar og hvenær sem er.
Mæta á skráningarstöð
Ef þú átt ekki gilt íslenskt vegabréf eða sjálfskráningin hentar þér ekki, getur þú mætt á næstu skráningarstöð með leyfð persónuskilríki og fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið.
Smelltu hér til að sækja Auðkennisappið
Ítarlegar leiðbeiningar – Sjálfskráning með íslensku vegabréfi
Skilyrði fyrir sjálfskráningu:
Til að virkja rafræn skilríki með sjálfskráningu þarftu að:
Eiga gilt íslenskt vegabréf
Hafa snjallsíma sem styður NFC
Vera 13 ára eða eldri
(Yngri en 18 ára þurfa undirritun forsjáraðila)
Svona virkjar þú rafræn skilríki í Auðkennisappinu:
Opnaðu appið og veldu „Skráning“
Smelltu á „Lífkenni (vegabréf)”
Samþykktu almenna skilmála
Sláðu inn tengiliðaupplýsingar
Símanúmer og netfang. Mikilvægt er að upplýsingar séu réttar svo tilkynningar berist.Skannaðu persónuauðkenningarsíðu vegabréfsins
Síðan með mynd, nafni, fæðingardegi og MRZ-línum.Lestu rafrænar upplýsingar úr vegabréfinu (NFC)
Leggðu símann ofan á fram- eða bakhlið vegabréfsins.Andlitsgreining
Myndavél símans er notuð til að bera saman andlit þitt við myndina í vegabréfinu.Veldu PIN-númer
PIN-1 (auðkenning): 4–12 tölustafir
PIN-2 (undirritun): 5–12 tölustafirUndirritaðu umsóknina í appinu
Þetta þarf að gera innan 60 mínútna frá því skráningarferlið hófst.
Ef það er ekki gert falla skilríkin sjálfkrafa úr gildi.Rafræn skilríki eru tilbúin til notkunar.
Þú getur einnig mætt á skráningarstöð og fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið
Ef þú ert ekki með íslenskt vegabréf eða sjálfskráningin hentar þér ekki getur þú mætt á næstu skráningarstöð og fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið.
Þú þarft að mæta í eigin persónu
Framvísa gildum persónuskilríkjum, smelltu hér til þess sjá lista yfir þau.
Smelltu hér til að sjá kort með staðsetningum allra skráningarstöðva.