Um rafræn skilríki á SIM-korti
Þessi tegund rafrænna skilríkja er vistuð á SIM-kortið í farsímanum þínum. Þau eru óháð stýrikerfum og virka á flestum tegundum símtækja.

Til þess að fá útgefin rafræn skilríki á SIM-kort þarft þú að:
Vera með íslenska kennitölu.
Vera með íslenskt símanúmer.
Hafa afnot að farsíma sem notar SIM-kort.
Ef þú uppfyllir ekki þessi skilyrði þá gætir þú fengið rafræn skilríki í Auðkennisappið.
Gott að vita
Ef þú skiptir um símafyrirtæki þarftu að fá útgefin ný rafræn skilríki.
Ef símanúmerinu þínu er lokað þarftu að fá útgefin ný rafræn skilríki.
Fylgstu með á Mínum síðum
Skráðu þig inn á mitt.audkenni.is með rafrænum skilríkjum. Þar getur þú staðfest eða breytt tengiliðaupplýsingunum þínum, séð yfirlit yfir rafrænu skilríkin þín og notkunina.
Vertu með öryggisatriðin á hreinu
Aldrei deila PIN-númerinu þínu með öðrum.
Passaðu upp á farsímann þinn, hafðu samband við okkur ef þú týnir honum.
Þú átt alltaf að eiga upphafið að öllum innskráningum.
Aldrei samþykkja auðkenningarbeiðni sem þú átt ekki upphafið að.