Hvað er NFC?
Til að nota sjálfskráningu í Auðkennisappið þarf snjallsíma sem styður NFC.
NFC (Near Field Communication) er þráðlaus tækni sem gerir meðal annars símanum kleift að lesa upplýsingar úr skilríkjum eins og vegabréfi á öruggan hátt.
Styður snjallsíminn þinn NFC?
Ef þú getur t.d. notað símann til að greiða með Apple Pay eða Google Pay þá er hann með NFC stuðning.
Android símar
Opnaðu Stillingar.
Leitaðu að NFC (oft undir Tengingar eða Tengd tæki).
Ef NFC er í stillingunum gætir þú þurft að virkja þær sérstaklega.
iPhone
Allir iPhone símar frá útgáfu 7 styðja NFC og ekki er þörf á að virkja sérstaklega í stillingum.
Aðrir snjallsímar
Flestir snjallsímar með Android stýrikerfi styðja NFC, en það fer eftir framleiðanda og gerð.
Hægt er að athuga í stillingum símans eða á vef framleiðanda hvort NFC sé til staðar.
Eldri símar og hefðbundnir farsímar
Eldri símar og símar sem ekki teljast snjallsímar styðja yfirleitt ekki NFC.
Slík tæki er því ekki hægt að nota til sjálfskráningar í Auðkennisappið.
Ef snjallsíminn þinn styður ekki NFC þá getur þú ekki notað sjálfskráningu en þú getur mætt á skráningarstöð og fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið.