Rafrænar undirritanir

Rafrænar undirritanir er hægt að framkvæma á marga vegu.

Ein leið er að nota rafræn skilríiki á korti sem sett er í kortalesara sem er tengdur með USB við tölvu.
Nexus Personal hugbúnaðurinn flytur rafrænu skilríkin í skilríkjageymslu tölvunnar.
Hægt er að undirrita t.d. pdf skjal með þessari aðferð.
Svona undirritun hefur ekki staðfestan tíma þar sem hún notar aðeins klukkuna á tölvunni sem notuð var en ekki tímastimpil frá óháðum aðila. Einnig er ekki inn í svona undirritun staðfesting á því að skilríkin sem notuð voru væru ekki á afturköllunarlista. Notandi sem fær til sín slíkt skjal getur treyst því að ekki sé búið að breyta neinu í skjalinu og það hafi sannarlega verið undirritað af þeim aðila sem beitti skilríkjunum.
Ekki er hægt að nota þessa aðferð nema með rafrænum skilríkjum á korti.

Önnur leið er að nota sérstakar undirritunarþjónustur.
Nokkrar slíkar þjónustur eru á Íslandi, t.a.m.:
Dokobit
Signet
Taktikal
Core Data
One Systems

Hjá þessum aðilum er skjalinu sem á að undirrita hlaðið inn á þeirra vefsíðu, fyrst þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Slegin er inn kennitala, netfang eða símanúmer þeirra aðila sem eiga að undirrita.
Þeir fá svo tölvupóst eða SMS um að skjal bíði undirritunar og undirritandinn getur þá valið um að nota rafræn skilríki á SIM, Auðkennisappi eða á korti.
Þegar notandi undirritar er sent kall til Auðkennis sem kannar hvort skilríkin sem verið er að beita séu á afturköllunarlista. Auðkennis svarar og undirritar það svar sem sett er inn í undirritun notandans. Einnig er kallað á tímaþjón sem gefur upp réttan tíma og undirritar það svar. Það svar er einnig sett inn í undirritun notandans.
Þegar undirritun er lokið er hægt að sækja undirrituðu útgáfuna af skjalinu af vefsíðunni.

Þjónustuveitendur geta skrifað sínar eigin undirritunarlausnir og bendum við þeim sem hafa hug á því að hafa samband við Auðkenni.