Lýsing á þjónustustigi

1. Þjónustuþættir

1.1. Þjónustuver

Þjónustuver Auðkennis veitir viðskiptavinum leiðbeiningar og aðstoð við notkun þeirrar þjónustu sem Auðkenni býður hverju sinni. Í þjónustuverinu fer fram bilanagreining, tekið er á móti verkbeiðnum, vandamál viðskiptavina eru leyst og almenn umsjón með notendamálum fer fram.

1.1.1. Aðgengi að þjónustuveri

Þrjár leiðir eru færar viðskiptavinum til þess að hafa samband við þjónustuverið:

  • Sími: 530 0000
  • Netfang: fyrirspurnir@audkenni.is
  • Veffang: audkenni.is/beidni

Þjónustutími þjónustuversins er frá 09.00 til 16.00 alla virka daga. Utan þjónustutíma starfar bakvakt sem er aðgengileg allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Bakvaktin notar símanúmer þjónustuversins utan þjónustutíma þess. Almennt skulu beiðnir berast skriflega en beiðnir sem flokkaðar eru „alvarlegar“ skulu einnig berast símleiðis þar sem móttaka er staðfest.

1.1.2. Viðbragðstími við þjónustubeiðnum

Það er yfirlýst markmið Auðkennis að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Sá tími sem líða má frá því að þjónustubeiðni berst þjónustuveri og þangað til úrlausn á beiðninni er hafin, er skilgreindur sem hámarksviðbragðstími. Hámarksviðbragðstíminn er mismunandi eftir mikilvægi beiðninnar og því þjónustustigi sem viðskiptavinur hefur óskað eftir. Þolmörk er það hlutfall þjónustubeiðna sem brugðist er við innan skilgreinds hámarksviðbragðstíma, en þolmörkin miðast við 12 mánaða tímabil sem hefst í byrjun janúar ár hvert.

Mikilvægt er fyrir viðskiptavin að tilgreina flokkun beiðni sem alvarlega, mikilvæga eða almenna. Beiðni er alvarleg ef þjónustan liggur niðri, notendur geta ekki nýtt þjónustuna eða að truflanir eru svo miklar að þjónustan gæti eins legið niðri. Ef ekkert er tilgreint er beiðnin álitin almenn og meðhöndluð í samræmi við það.

1.2. Þjónustutímabil

Auðkenni hefur það að leiðarljósi að uppitími kerfa og búnaðar sé sem mestur á þjónustutíma hverrar þjónustu. Reynt er að tryggja aðgengi að þjónustu til að mynda með því að hafa aðgang að sérfræðingum og virku eftirliti með kerfum og þjónustu.

Miðað er við að uppfærslur og fyrirbyggjandi viðhald fari alla jafna fram utan skilgreinds þjónustutíma og skipulögð viðhaldsvinna tilkynnt sérstaklega. Skipulagður viðhaldstími kerfa er nauðsynlegur til þess að fyrirbyggja vandamál og uppfærsla vél- og hugbúnaðar verður til þess að gæði vöru og þjónustu er hámörkuð ásamt að hámarka áreiðanleika og tiltækileika. Þurfi að taka niður kerfi á þjónustutíma, mun viðskiptavini verða tilkynnt þar um með eins góðum fyrirvara og kostur er.

1.3. Þolmörk

Það er markmið Auðkennis að hafa þjónustu sína tiltæka á skilgreindum þjónustutíma með þolmörkum sem Auðkenni leitast við að tryggja. Mælingar eru framkvæmdar reglulega af Auðkenni en uppgjör miðast við 12 mánaða tímabil sem hefst í janúar ár hvert.

  1. Þjónustuleiðir

Þjónustuleið Auðkennis er samsett úr framangreindum þjónustuþáttum. Allir viðskiptavinir Auðkennis greiða fyrir sömu þjónustuleiðina, sem er best lýst með eftirfarandi töflu:

Tafla 1

Auk þess njóta viðskiptavinir sem að jafnaði falla í 5. þrep eða ofar skv. gjaldskrá Auðkennis, eftirfarandi þjónustu:

Tafla 2

* Skipulagður viðhaldstími er um helgar og kl. 00.00-07.00 á virkum dögum.