Innleiðing

Innleiðing rafrænna skilríkja fyrir vefsvæði eða rafrænar undirritanir er mismunandi eftir því hvort um er að ræða skilríki á farsímum eða kortum.

Fyrsta skrefið er að hafa samband við ráðgjafa Auðkennis og fara yfir hvaða leiðir henta best. Eftir það sendir Auðkenni viðeigandi leiðbeiningar og skjöl fyrir innleiðinguna.

Nánari upplýsingar fást í síma 530-0000 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á audkenni@audkenni.is