Hvernig get ég fengið rafræn skilríki?

virkjanir1.png

(Englis version below)

Hér fyrir neðan er listi yfir þá aðila sem eru að virkja rafræn skilríki.
Athugið að þessir hlutir geta breyst hratt og því hvetjum við ykkur til að kynna ykkur stöðuna hjá hverjum og einum þjónustuaðila með því að fara á vefsíðu viðkomandi.

Aðeins má nota eftirfarandi persónuskilríki þegar einstaklingur er vottaður á skráningastöð við virkjun rafrænna skilríkja:

  • Vegabréf - Öll lönd - Skilyrði að skráningafulltrúi sé viss um að skilríkin séu raunveruleg og ófölsuð.
  • Ökuskírteini (ekki stafræn) - Öll lönd - Skilyrði að skráningafulltrúi sé viss um að skilríkin séu raunveruleg og ófölsuð.
  • ATHUGIÐ - Stafrænu ökuskírteinin eru EKKI samþykkt sem persónuskilríki.
  • Íslensk nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá Íslands.

Sjá nánar um leyfð persónuskilríki

Auðkenni ehf.
Auðkenni er með afgreiðslu í Katrínartúni 4, 105 Reykjavík á 1 hæð.
Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 10:00 til 16:00.

Arion banki:
https://www.arionbanki.is/einstaklingar/fleira/tokumst-a-vid-thetta-saman/panta-simtal/
Viðskiptavinir Arion banka geta pantað símaviðtal og í framhaldinu ef nauðsynlegt þykir viðtal í útibúi þar sem virkjuð eru rafræn skilríki.
Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Arion banka.

Íslandsbanki:
https://www.islandsbanki.is/is/grein/audkenning-og-oryggi
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta bókað tíma til að virkja rafræn skilríki í næsta útibúi Íslandsbanka.
Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka.

Landsbanki:
Landsbankinn aðstoðar viðskiptavini sem nauðsynlega þurfa að virkja skilríki sín. Alla jafna er í boði að virkja skilríkin í öllum útibúum en tímabundið á meðan samkomubann er í gildi þarf að panta tíma á landsbankinn.is. Það er gert með því að smella á talblöðrurnar neðst í hægra horninu, ef opnast ekki sjálfkrafa. Þar er einfalt að panta tíma með því að velja „Panta ráðgjöf í síma“, síðan „Virkja rafræn skilríki“ og að lokum þarf að velja útibú og tíma sem hentar best.

How can I get electronic certificates?

Below is a list of registration authorities. Please keep in mind that things are evolving rapidly and we encourage you to check the present situation for each provider by visiting their website.

Auðkenni:
https://www.audkenni.is
Auðkenni has a registration authority at Katrínartún 4, 105 Reykjavík on first floor. Opening hours from 10:00 to 16:00 office days.

Arion banki:
https://www.arionbanki.is/english/individuals/more/lets-tackle-this-together/book-an-appointment/
Arion bank customers can make an appointment for a phone call and if deemed neccessary a meeting in a bank branch for electronic certificates registration. These services are exclusively for Arion bank customers.

Íslandsbanki:
https://www.islandsbanki.is/en/article/electronic-id-and-security
Íslandsbanki provides registrarion services for electronic certificates. You need to book an appointment at any of our branches
to produce electronic certificates. These services are exclusively for Íslandsbanki customers.

Landsbanki:
Landsbankinn assists clients who need to activate their electronic certificates. It is usually possible to activate the certificates in all branches but temporarily while the ban is in effect, time must be booked at landsbankinn.is.