Hvernig get ég fengið rafræn skilríki?

virkjanir1.png

(Englis version below)

Nú á tímum COVID-19 eru margir þjónustuveitendur að takmarka heimsóknir viðskiptavina eins og mögulegt er samkvæmt skipun landlæknis. Á sama tíma og verið er að hvetja almenning til að nýta sér rafrænar leiðir og verða sér út um rafræn skilríki hafa þeir aðilar sem afgreiða skilríkin verið að takmarka verulega opnunartíma og þjónustu á afgreiðslustöðum. Þetta veldur óvissu og vandræðum hjá mörgum.

Auðkenni hvetur alla þá aðila sem eru í sóttkví eða einangrun að halda sig heima og vera ekki að koma á skráningastöðvar. Verið er að skoða lausnir fyrir þá aðila sem ekki komast á skráningastöðvar og munu fréttir af því koma á þessari vefsíðu á næstu dögum.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá aðila sem eru að virkja rafræn skilríki.
Athugið að þessir hlutir geta breyst hratt og því hvetjum við ykkur til að kynna ykkur stöðuna hjá hverjum og einum þjónustuaðila með því að fara á vefsíðu viðkomandi.

Auðkenni ehf.
Við þurftum því miður að loka afgreiðslunni í Borgartúni en erum farin að virkja rafræn skilríki í Kringlunni mánudaga til laugardaga frá 11 til 16. Við erum í sameign á annari hæð við rúllustigann upp á Stjörnutorg.

KringlanRS.jpg

Arion banki:
https://www.arionbanki.is/einstaklingar/fleira/tokumst-a-vid-thetta-saman/panta-simtal/
Viðskiptavinir Arion banka geta pantað símaviðtal og í framhaldinu ef nauðsynlegt þykir viðtal í útibúi þar sem virkjuð eru rafræn skilríki.
Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Arion banka.

Íslandsbanki:
https://www.islandsbanki.is/is/vara/thjonusta/islandsbanki-og-covid-19
Í neyðartilvikum virkjar Íslandsbanki rafræn skilríki. Fyrst þarf að að panta símtal með ráðgjafa (almenn ráðgjöf). Við hringjum þá í þig og komum okkur saman um hentugan tíma fyrir þig til að koma og virkja rafræn skilríki. Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka.

Landsbanki:
Landsbankinn aðstoðar viðskiptavini sem nauðsynlega þurfa að virkja skilríki sín. Alla jafna er í boði að virkja skilríkin í öllum útibúum en tímabundið á meðan samkomubann er í gildi þarf að panta tíma á landsbankinn.is. Það er gert með því að smella á talblöðrurnar neðst í hægra horninu, ef opnast ekki sjálfkrafa. Þar er einfalt að panta tíma með því að velja „Panta ráðgjöf í síma“, síðan „Virkja rafræn skilríki“ og að lokum þarf að velja útibú og tíma sem hentar best.

How can I get electronic certificates?

In the times of COVID-19 many service providers have restricted physical customer presence in their offices. People are being encouraged to use electronic means to receive services and information while key providers of electronic certificates have severely restricted opening times and services in their offices. This has been troublesome and caused uncertainty for many customers.

Auðkenni encourages all those in quarantine and/or isolation to stay at home and not come to registration sites. We are currently looking for a solution for those that are not able to be physically present and will hopefully be able to give news on that in the coming days.

Below is a list of registration authorities. Please keep in mind that things are evolving rapidly and we encourage you to check the present situation for each provider by visiting their website.

Auðkenni:
https://www.audkenni.is
Auðkenni has set up a registration authority in Kringlan shopping center and are registering electronic certificates there. On second floor under the escalator to Stjörnutorg, near Joe & the Juice. Opening hours from 11 to 16 Monday to Saturday.

Arion banki:
https://www.arionbanki.is/english/individuals/more/lets-tackle-this-together/book-an-appointment/
Arion bank customers can make an appointment for a phone call and if deemed neccessary a meeting in a bank branch for electronic certificates registration. These services are exclusively for Arion bank customers.

Íslandsbanki:
https://www.islandsbanki.is/en/product/services/islandsbanki-and-covid-19
In emergency situations Íslandsbanki provides registrarion services for electronic certificates. You will first need to make an appointment for a phone call with a consultant (general consultation). We will call you and arrange a convenient time for you to meet and produce electronic certificates. These services are exclusively for Íslandsbanki customers.

Landsbanki:
Landsbankinn assists clients who need to activate their electronic certificates. It is usually possible to activate the certificates in all branches but temporarily while the ban is in effect, time must be booked at landsbankinn.is.