Meðferð persónuupplýsinga

Hjá Auðkenni skiptir öryggi og réttleiki upplýsinga öllu máli og því hefur fyrirtækið sett sér persónuverndarstefnu ásamt því að viðhalda vottuðu stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 staðlinum. Öryggi og meðhöndlun upplýsinga lýtur stöðugu eftirliti ásamt því að sérstakar ráðstafanir eru gerðar til að verja upplýsingar og meðhöndlun þeirra.

Hvaða upplýsingum er safnað?

 • Vottunargögn vegna umsókna um rafræn skilríki.
 • Grunnupplýsingar um skilríkjahafa og eftir atvikum forráðamenn þeirra.
 • Upplýsingar um notkun skilríkja.
 • Upplýsingar um skráningarfulltrúa og notkun þeirra á skráningarstöð.
 • Þjónustubeiðnir og samskipti við þjónustuveitendur og birgja.

Hver safnar upplýsingunum?

 • Skráningaaðilar safna upplýsingum frá skilríkjahafa við skráningu og virkjun skilríkja.
 • Auðkenni safnar upplýsingum frá þjónustuaðilum þegar skilríkjum er beitt og viðkomandi þjónustuaðili athugar stöðu skilríkis.
 • Auðkenni safnar upplýsingum frá skilríkjahöfum eða fjarskiptafyrirtækjum þegar skilríki eru virkjuð, afturkölluð, sett í biðstöðu eða renna út.

Hvers vegna er upplýsingum safnað?

 • Til þess að uppfylla kröfur í samræmi við lög um rafrænar undirskriftir og tengdar reglur.
 • Til þess að uppfylla samningsskyldu um veitta þjónustu.
 • Til þess að fylgjast með virkni kerfa og tryggja rekjanleika aðgerða.
 • Til þess að svara fyrirspurnum um skilríki.

Hvernig verða upplýsingarnar notaðar?

 • Upplýsingar eru einungis notaðar til að uppfylla lagaskyldu og kröfur í samningum.

Með hverjum verður upplýsingum deilt?

 • Auðkenni deilir ekki upplýsingum með öðrum nema lög krefjist þess.
 • Þriðji aðili getur sent fyrirspurnir til Auðkennis og fengið upplýsingar um skilríki.