Vertu á varðbergi gagnvart netglæpum

Island-is fix

Notaðu aldrei rafrænu skilríkin þín nema hafa átt upphafið að beiðninni.

Aukning hefur orðið á netglæpum þar sem óprúttnir aðilar villa á sér heimildir með því að senda póst í nafni island.is. Eins og sjá má í þessum svikapósti er óskað er eftir því að viðtakandi noti rafrænu skilríkin sín til að skrá sig inn í heimabankann sinn í gegnum island.is.

Athugaðu að bankar óska ALDREI eftir innskráningu með þessum hætti. Mikilvægt er að skoða alltaf hver sendandinn er og eins og glöggt sést á meðfylgjandi mynd er sendandi sannarlega ekki sá sem hann þykist vera.

Ef þú telur þig hafa lent í netsvikum þá hvetjum við þig til að hafa tafarlaust samband við bankann þinn.

391759758_702703731882736_5162021042956797274_n

391761512_702703755216067_1693674596522582952_n