Ekki láta rafræna þig!

Frame 41-9 IS

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Þau létta okkur lífið og eru einföld í notkun. Þau gera þér kleift að stunda bankaviðskipti, undirrita mikilvæg gögn eins og lánasamninga, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu á vefnum og margt fleira.

Það er mikilvægt að þú notir rafrænu skilríkin þín á öruggan hátt og sért alveg viss þegar þú slærð inn PIN-númerið þitt.

1. Lestu vel beiðnir um rafræna auðkenningu

Frame 41-5

Athugaðu að upplýsingarnar sem koma í símann þinn séu í samræmi við upplýsingarnar sem þjónustuveitandi gefur upp á innskráningarsíðunni. Margir þjónustuveitendur nota tölur til samanburðar með texta. Skoðaðu vel frá hvaða aðila beiðnin kemur og í hvaða tilgangi.

2. Ekki samþykkja innskráningu sem þú kannast ekki við

Frame 41-6

Þú ættir alltaf að eiga upphafið að innskráningunni með rafrænum skilríkjum. Ef innskráningarbeiðni sem þú kannast ekki við kemur í símann þinn þá skaltu ekki samþykkja beiðnina.

3. Hættu frekar við ef þú ert ekki viss

Frame 41-7

Það er mjög mikilvægt að vera alveg viss áður en þú slærð inn PIN-númerið þitt. Ef þú ert í einhverjum vafa þá skaltu hætta við. Það er alltaf hægt að byrja aftur.

Þú getur skoðað notkun þína á rafrænu skilríkjunum með því að skrá þig inn á Mitt.audkenni.is

Frame 41-8

Ef þú telur þig hafa lent í rafráni þá skaltu:

  1. Hafa tafarlaust samband við þjónustuveitanda t.d. fjármálafyrirtæki
  2. Tilkynna atvikið til lögreglu: abendingar@lrh.is
  3. Tilkynna atvikið til Cert-IS

Viltu vita meira um netöryggi?
Landsbankinn
Íslandsbanki
Arion banki
Island.is