Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála

Fingrafar

Að gefnu tilefni vill Auðkenni koma eftirfarandi á framfæri.

Auðkenni tekur úrskurð Kærunefndar jafnréttismála alvarlega enda er það stefna félagsins að mæta þörfum sem flestra og auðvelda fólki að sækja sér þjónustu. Auðkenni vinnur undir ströngu regluverki sem snýr að traustþjónustu en kröfurnar sem því fylgja takmarka því miður möguleikann á að veita öllum þá þjónustu sem félagið býður upp á.

Auðkenni er ávallt að leita leiða til að bæta þjónustuna innan núverandi regluverks. Auðkennisappið með sjálfsafgreiðslu hefur til að mynda bætt aðgengi þar sem ekki er gerð krafa um komu á skráningarstöð (banka, sparisjóð, fjarskiptafélag eða Auðkenni). Þrátt fyrir þetta er ljóst að Auðkenni þarf að gera enn betur og halda áfram að þróa lausnir til að mæta þörfum fleiri. Markmiðið er að sem flestir geti notað rafræn skilríki sjálfir en einnig bjóða leiðir þar sem umboð er nýtt fyrir þá sem vilja nýta sér slíkar leiðir.

Auðkenni á sæti í starfshópi á vegum stjórnvalda sem vinnur að þróun og útfærslu á lausnum á rafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Auðkenni hefur einnig verið í samtali við samstarfsaðila um aðrar lausnir.

Auðkenni fer nú ítarlega yfir það með hvaða hætti félagið getur gert úrbætur í kjölfar niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála með það að markmiði að bæta lausnir og þjónustu félagsins.