Þú klárar Leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum

Skjoldur2.png

Að mati verkefnastjórnar leiðréttingarinnar eru rafræn skilríki eina rafræna leiðin sem fær er til þess að staðfesta þær höfuðstólslækkanir sem úrræðið ber með sér. Ástæður verkefnastjórnarinnar eru helstar að rafræn skilríki eru öruggasta auðkenningarleiðin og eina leiðin sem tryggir fullgildar rafrænar undirskriftir, sem íslenskum dómstólum ber að viðurkenna sem undirritunaraðferð.