Breytingar á skilríkjaútgáfu

virkjanir1.png

Auðkenni hefur gert breytingar á skilríkjaútgáfu. Útgáfa er nú hafin undir nýju milliskilríki og rótarskilríki. Nýju skilríkin eru með breyttu innihaldi og komin ný skilríkjakeðja. Breytingin hefur eingöngu áhrif á þá sem fá ný skilríki en eldri skilríki virka áfram enda með gildistíma næstu árin. Breytingin á ekki við um skilríki á Auðkenniskorti en stefnt er á sambærilegri breytingu á þeim fljótlega.

Þeir aðilar sem eru með rótar og milliskilríki uppsett í kerfum þurfa að setja inn nýja skilríkjakeðju en nýju skilríkin eru á eftirfarandi slóð (https://repo.audkenni.is/Skilriki/).