Auðkenni kynnir Auðkennisappið

Auðkennisapp

Auðkenni hefur að undanförnu unnið að appi fyrir rafræn skilríki í snjallsíma. Appið mun leysa vandamál þeirra sem eiga síma sem eru með svokölluð eSIM kort en ekki er hægt að setja rafræn skilríki á slík kort þar sem þau hafa ekki tilskyldar vottanir. Einnig mun appið koma sér vel fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis og eru með erlend farsímanúmer, sjómenn sem eru ekki í símasambandi en eru með netsamband og fleiri.

Hægt er að virkja appið í sjálfsafgreiðslu ef viðkomandi er þegar með rafræn skilríki á SIM korti farsímans.
Fyrir t.d. aðila sem staddir eru erlendis og hafa engin rafræn skilríki er ekki mögulegt að virkja appið fyrr en þeir koma til Íslands. Þá þurfa þeir að mæta í vottun í eigin persónu á skráningastöð og framvísa ökuskírteini, vegbréfi eða íslensku nafnskírteini.

Appið er hægt að sækja á Google Play og App Store en þar til þjónustuaðilar eru búnir að innleiða þessa nýju lausn í sín kerfi er hvergi hægt að nota rafræn skilríki á appi í dag. Þeir fyrstu munu þó koma fljótlega.

Hægt er að skrá rafræn skilríki í appið í sjálfsafgreiðslu ef viðkomandi er með rafræn skilríki á SIM.
Fljótlega verður svo hægt að fara á skráningastöðvar Auðkennis og fá rafræn skilríki virkjuð í appið.

Nánari upplýsingar eru á app.audkenni.is