Eftirlit

Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla í afgreiðslu Auðkennis

Ábyrgðaraðili vöktunar er: Auðkenni ehf. kt. 521000-2790 Katrínartúni 4, 105 Reykjavík personuvernd@audkenni.is

Tilgangur vöktunar: Vöktun fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni.

Heimild til vinnslu: Vöktun er nauðsynleg til að tryggja lögmæta hagsmuni Auðkennis ehf. af öryggis- og eignavörslu og byggir á 6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Tegundir persónuupplýsinga: Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Viðtakendur: Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis: Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef mynefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt.

Réttindi einstaklinga: Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd: Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.