Afturköllun skilríkja

Þegar rafræn skilríki eru afturkölluð er það óafturkræf aðgerð og ekki framkvæmd nema sá sem óskar eftir því geti sannarlega sýnt fram á að vera sá aðili sem rafrænu skilríkin voru gefin út á.

Nokkrar leiðir eru mögulegar til þess að afturkalla rafrænu skilríkin:

  • Að skrá sig inn á mitt.audkenni.is. Á yfirlitssíðu er smellt á Mín skilríki, þá birtist yfirlit yfir virk skilríki og hægt að afturkalla þau.
  • Að hringja í þjónustuver Auðkennis í síma 530 000 og óska eftir afturköllun.
  • Að mæta í eigin persónu á skráningarstöð með gild persónuskilríki.
  • Rafræn skilríki í Auðkennisappi er hægt að afturkalla með því að velja Eyða aðgangi.

Ef símafélag lokar símanúmeri farsíma með virk rafræn skilríki á SIM-korti þá afturkallast rafrænu skilríkin.