Frétt uppfærð - Chrome vafrinn virkar núna

Uppfærsla á Chrome vafranum olli vandræðum
Eftir að Crome vafrinn var uppfærður í útgáfu 60 virkaði Nexus Personal hugbúnaðurinn ekki með honum.
Þetta olli því að notendur rafrænna skilríkja á kortum urðu að nota annan vafra tímabundið þegar þeir þurftu að nýta skilríkin.
Þetta hafði engin áhrif á rafræn skilríki í farsímum.
Búið er að koma þessu í lag og nú virkar Chrome vafrinn eins og áður.