Truflanir í kerfum Auðkennis 01.11.2019

Dags: 02.11.2019 10:42

Í gær, 01.11.2019, voru rekstrartruflanir í kerfum Auðkennis sem urðu til þess að sumar færslur heppnuðust ekki hjá notendum. Í nótt voru síðan send SMS skilaboð með skilaboðunum „Aðgerð rann út á tíma“ sem eru skilaboð sem hefðu átt að fara út í tengslum við fyrri notkun. Skilaboðin eiga við þau skipti þar sem notkun rann út á tíma hjá skilríkjahafa síðan 15.október. Á vefnum mitt.audkenni.is má sjá yfirlit yfir notkun og birtast þessar aðgerðir þar undir 2.nóvember en ekki þeirri dagsetningu þar sem hún fór raunverulega fram. Unnið er að frekari skoðun á þessu máli og lagfæringum til að koma í veg fyrir endurtekningu á þessu vandamáli.

Mikilvægt er að notendur séu á varðbergi við notkun skilríkja á farsímum og aldrei samþykkja beiðnir um innslátt á PIN nema vera vera viss um að þær stafi af eigin notkun.